Íslenskunámskeið á Patreksfirði
Undanfarin ár hefur verið góð aðsókn að íslenskunámskeiðum á sunnanverðum Vestfjörðum. Fyrsta námskeiðið á þessu ári hófst á Patreksfirði þann 17. febrúar s.l. og stendur yfir í fimm vikur. Námskeiðið er ætlað byrjendum eða fólki með lítinn grunn í málinu. Kennari á námskeiðinu er Helga Gísladóttir en hún hefur í mörg ár reynst íslenskunemendum í Vesturbyggð og Tálknafirði mjög vel.
Það er ánægjulegt að sjá hversu góð þátttakan er en alls eru 18 einstaklingar skráðir. Það er von okkar í Fræðslumiðstöðinni að nemendurnir hafi bæði gagn og gaman af og verði betur í stakk búnir til þess að taka virkan þátt í íslensku samfélagi.