Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Námskeið Rauða krossins fyrir börnin.

Verið að snæða hollt og gott nesti.
Verið að snæða hollt og gott nesti.
1 af 3

Unga fólkið heimsótti Fræðslumiðstöðina í dag, en þar var á ferð stór hópur sem sækir námskeið hjá Rauða krossinum sem nefnist Mannúð og menning / Gleðidagar í Barnaskólanum í Hnífsdal.

Námskeiðið er ætlað börnum á aldrinum 6-9 ára og er lögð áhersla á fræðslu og leiki í tengslum við hugsjónir Rauða krossins um mannúð og óhlutdrægni. Börnin fá einnig innsýn í skyndihjálp, fjölmenningu og umhverfisvernd. Eldri borgarar koma í heimsókn og farið verður í útileiki og  vettvangsferðir.

Gaman er að fá svona flottan hóp í heimsókn. Þau fengu að skoða sig um í Fræðslumiðstöðinni og Rauða krossinum og síðan horfðu þau á myndband um slysavarnir.

Útskrift úr hlífðargassuðu

Fjórir af fimm nemendum við útskrift úr hlífðargassuðunni.
Fjórir af fimm nemendum við útskrift úr hlífðargassuðunni.

Föstudaginn 29. maí s.l. útskrifuðust fimm nemendur úr hlífðargassuðu. Um er að ræða 138 kennslustunda nám sem nær yfir eina önn.  Í náminu kynntust nemendur TIG og MIG/MAG suðu, efnisfræði málma, öryggisfræði auk verknáms þar sem nemendur fengu að spreyta sig. Svo fór að allir nemendur smíðuðu sér útigrill sem hluta af verknámi.


Meira
Eldri færslur