Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Útskrift úr hlífðargassuðu

Fjórir af fimm nemendum við útskrift úr hlífðargassuðunni.
Fjórir af fimm nemendum við útskrift úr hlífðargassuðunni.

Föstudaginn 29. maí s.l. útskrifuðust fimm nemendur úr hlífðargassuðu. Um er að ræða 138 kennslustunda nám sem nær yfir eina önn.  Í náminu kynntust nemendur TIG og MIG/MAG suðu, efnisfræði málma, öryggisfræði auk verknáms þar sem nemendur fengu að spreyta sig. Svo fór að allir nemendur smíðuðu sér útigrill sem hluta af verknámi.


Meira

Virkjum landann - námskeið í markaðsetning á netinu

Hugsuðirnir á bak við Virkjum landann. Kristrún Lind Birgisdóttir (t.h.) og Hulda Þórey Garðarsdóttir (t.v).
Hugsuðirnir á bak við Virkjum landann. Kristrún Lind Birgisdóttir (t.h.) og Hulda Þórey Garðarsdóttir (t.v).

Miðvikudaginn 3. júní verður góður gestur í Fræðslumiðstöð Vestfjarða þegar Kristrún Lind Birgisdóttir kemur og verður með námskeið sem kallast Virkjum landann. Um er að ræða stutt námskeið þar sem farið er yfir grundvallaratriðin við að koma sér inn á markaðinn á netinu. Námskeiðið verður haldið í húsakynnum Fræðslumiðstöðvarinnar á Ísafirði miðvikudaginn 3. júní kl. 17.00-22.00. Einnig er hægt að taka þátt í gegnum fjarfundabúnað í aðstöðu Fræðslumiðstöðvarinnar á Hólmavík og Patreksfirði. Námskeiðið kostar 4.900 kr. og er tekið við skráningum hér á vef Fræðslumiðstöðvarinnar og í síma 456 5025.


Meira
Eldri færslur