Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Virkjum landann - námskeið í markaðsetning á netinu

Hugsuðirnir á bak við Virkjum landann. Kristrún Lind Birgisdóttir (t.h.) og Hulda Þórey Garðarsdóttir (t.v).
Hugsuðirnir á bak við Virkjum landann. Kristrún Lind Birgisdóttir (t.h.) og Hulda Þórey Garðarsdóttir (t.v).

Miðvikudaginn 3. júní verður góður gestur í Fræðslumiðstöð Vestfjarða þegar Kristrún Lind Birgisdóttir kemur og verður með námskeið sem kallast Virkjum landann. Um er að ræða stutt námskeið þar sem farið er yfir grundvallaratriðin við að koma sér inn á markaðinn á netinu. Námskeiðið verður haldið í húsakynnum Fræðslumiðstöðvarinnar á Ísafirði miðvikudaginn 3. júní kl. 17.00-22.00. Einnig er hægt að taka þátt í gegnum fjarfundabúnað í aðstöðu Fræðslumiðstöðvarinnar á Hólmavík og Patreksfirði. Námskeiðið kostar 4.900 kr. og er tekið við skráningum hér á vef Fræðslumiðstöðvarinnar og í síma 456 5025.


Meira

Námskeið í almennri skyndihjálp

Fræðslumiðstöð Vestfjarða hefur í gegnum tíðina verið í mjög góðu samstarfi við Rauða krossinn. Nú er verið að auglýsa síðasta námskeið þessa vetrar sem Rauði krossinn heldur í Fræðslumiðstöð Vestfjarða á Ísafirði, námskeið í almennri skyndihjálp.

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra skyndihjálp og endurlífgun og öðlast öryggi, færni og þekkingu í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum með því að beita á öruggan hátt einföldum aðferðum í skyndihjálp. Sem sagt, farið í atriði sem allir ættu að kunna skil á. Námskeiðið er mánudaginn 18. og þriðjudaginn 19. maí kl. 18:00-22:00 og kennari er Auður Ólafsdóttir. Námskeiðið er frítt fyrir meðlimi í Rauða krossinum en aðrir greiða 7.000 kr. Tekið er við skráningum hjá Fræðslumiðstöðinni hér á síðunni eða í síma 456 5025.

Eldri færslur