Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Íslenskupróf fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt

Fræðslumiðstöð Vestfjarða vekur athygli á því að næstu íslenskupróf fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt verða haldin í lok maí næstkomandi. Eins og áður verður hægt að taka próf á Ísafirði. Prófað er á eftirfarandi stöðum:

  • Akureyri: 26.maí 2021, kl. 13.00 hjá Símey, Akureyri.
  • Egilsstaðir: 27. maí 2021, kl. 13.00 hjá Austurbrú, Egilsstöðum.
  • Ísafjörður: 28. maí 2021, kl. 13.00 hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Ísafirði.
  • Reykjavík: Vikan 31. maí til 4. júní. Próf haldin kl. 9.00 og klukkan 13.00.  Hjá Mími, Höfðabakki 9, 110 Reykjavík.

Skráning hófst þriðjudaginn 16. mars og henni lýkur miðvikudaginn 12. maí.  Skráning á www.mimir.is

Ekki er hægt að skrá sig eftir að skráningarfresti lýkur.

Verð 35.000 kr.

Athugið að prófalotur geta fyllst eða fallið niður vegna of mikils eða of lítis fjölda skráðra.

Nauðsynlegt er að framvísa gildum skilríkjum við komu í prófið (vegabréfi, ökuskírteini eða skírteinum útgefnum af Útlendingastofnun).

Prófgögn koma frá Menntamálastofnun sem fer yfir prófin og sendir niðurstöður til próftaka.

Sóttvarnarviðmið Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða

Fræðslumiðstöð Vestfjarða fylgir sömu reglum og viðmiðum varðandi smitvarnir og gilda um framhaldsskóla og háskóla - sjá Reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar. Meðal þess sem lögð er áhersla á er:

  • að setja sem mest af námi í fjarkennslu.
  • að á staðkenndum námskeiðum miðist hámarkfjöldi þátttakenda við að hægt sé að tryggja gildandi fjarlægðartakmarkanir hverju sinni. 
  • að tryggja gott aðgengi að spritti og grímum. 
  • að hvetja þátttakendur á staðkenndum námskeiðum til að viðhafa persónulegar sóttvarnir, sótthreinsa hendur þegar gengið er inn í námsaðstöðu Fræðslumiðstövarinnar og inn í kennslustofur. Einnig að sótthreinsa alla snertifleti fyrir og eftir notkun. 
  • að hvetja þátttakendur til að nýta rafræn samskipti (facebook/messenger, tölvupóst og síma).

Sjá nánar Sóttvarnarviðmið Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða

Eldri færslur