Fræðslumiðstöðin var að taka upp nýtt kerfi til að halda utan um skráningar á námskeið. Allar skráningar fara nú inn í INNU sem er sama kerfi og flestir framhaldsskólar nota og aðrar símenntunarmiðstöðvar. Samhliða því fékk heimasíðan okkar dálitla andlitslyftingu.
Nýtt kerfi þýðir að þegar fólk skráir sig á námskeið hjá Fræðslumiðstöðinni mætir því annað viðmót en viðskiptavinir okkar eru vanir. Ef fólk lendir í einhverjum vandræðum með að skrá sig þá endilega hafið samband við okkur í síma 456 5025 eða með tölvupósti á frmst@frmst.is
- föstudagurinn 24. september 2021
- Dagný Sveinbjörnsdóttir
Undirbúningur fyrir haustönn er kominn á fulla ferð hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Eins og alltaf mun kenna ýmissa grasa. Fyrsta námskeiðið verður núna í ágúst og fjallar um sveppi og sveppatínslu, í september verður námskeið um stjörnuspeki, um sálræn áföll og svo fara íslenskunámskeiðin líka af stað í september. Nokkrar vottaðar námsleiðir eru á dagskránni, Meðferð matvæla fer af stað í september og einnig er stefnt á að byrja með Grunnmennt (þar sem kenndar eru kjarnagreinarnar íslenska, stærðfræði og ensku), Velferðartækni og Uppleið. Fjölmörg önnur námskeið munu koma inn á vef miðstöðvarinnar á næstu dögum og vikum en starfsfólk miðstöðvarinnar tekur líka vel í allar tillögur og ábendingar um námskeið.
Rétt er að minna á aðra þjónustu Fræðslumiðstöðvarinnar sem alltaf er til staðar, þ.e. raunfærnimat, náms- og starfsráðgjöf og vinna með fyrirtækjum og stofnunum við gerð og framkvæmd fræðsluáætlana.
- þriðjudagurinn 17. ágúst 2021
- Dagný Sveinbjörnsdóttir