Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Raunfærnimat í fisktækni á Hólmavík og Drangsnesi

Starfsfólki í fiskvinnslu hefur staðið til boða að fara í raunfærnimat með það að markmiði að fá hæfni sína og kunnáttu metna á móti tilteknum áföngum í fisktækninámi sem Fisktækniskóli Íslands kennir. Raunfærnimatið getur leitt til styttingar á námi þar sem nemendur þurfa þá ekki að taka þá áfanga sem þeir fá metna.

Í síðustu viku voru starfsmenn Fisktækniskólans, Nanna Bára Maríusdóttir sviðsstjóri og Ásdís V. Pálsdóttir verkefnastjóri markaðssviðs, með raunfærnimat á Hólmavík og Drangsnesi.  Alls voru 11 manns sem fóru í matið, 4 á Drangsnesi og 7 á Hólmavík. Nanna og Ásdís voru ánægðar með matsviðtölin og telja að á Ströndum búi mikil þekking meðal starfsfólks fiskvinnslufyrirtækja.


Meira

Námskeiði í vélgæslu flýtt um tvo daga

Námskeiði í vélgæslu sem hefjast átti laugardaginn 17. janúar hefur verið flýtt til fimmtudags 15. janúar. Kennt verður fimmtudag og föstudag kl. 9-16 og framhaldið svo ákveðið í samráði við þátttakendur. Reynslan er sú að þátttakendur á vélgæslunámskeiðum eru margir hverjir sjómenn og því er reynt að haga kennslutíma eftir því hvernig gefur á sjó.

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Einarsson kennari í síma 896 3697

Eldri færslur