Raunfærnimat í fisktækni á Hólmavík og Drangsnesi
Starfsfólki í fiskvinnslu hefur staðið til boða að fara í raunfærnimat með það að markmiði að fá hæfni sína og kunnáttu metna á móti tilteknum áföngum í fisktækninámi sem Fisktækniskóli Íslands kennir. Raunfærnimatið getur leitt til styttingar á námi þar sem nemendur þurfa þá ekki að taka þá áfanga sem þeir fá metna.
Í síðustu viku voru starfsmenn Fisktækniskólans, Nanna Bára Maríusdóttir sviðsstjóri og Ásdís V. Pálsdóttir verkefnastjóri markaðssviðs, með raunfærnimat á Hólmavík og Drangsnesi. Alls voru 11 manns sem fóru í matið, 4 á Drangsnesi og 7 á Hólmavík. Nanna og Ásdís voru ánægðar með matsviðtölin og telja að á Ströndum búi mikil þekking meðal starfsfólks fiskvinnslufyrirtækja.
Meira