Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Útskrift á Þingeyri

Þátttakendur ásamt Auði Ólafsdóttur kennara og Smára Haraldssyni forstöðumanni Fræðslumiðstövarinnar.
Þátttakendur ásamt Auði Ólafsdóttur kennara og Smára Haraldssyni forstöðumanni Fræðslumiðstövarinnar.

Miðvikudaginn 21. janúar útskrifuðust átta konur konur sem starfa hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Þingeyri eftir 120 kennslustunda nám hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða, en námið hófst í byrjun október. Námið samanstóð af tveimur námsskrám frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Annars vegar Meðferð matvæla sem er 60 kennslustunda nám þar sem meðal annars er fjallað um gæði og öryggi í meðferð matvæla, matvælavinnslu, geymsluþol, merkingar á umbúðum, hollustu máltíða, ofnæmi og óþol og fæðuflokkana. Hins vegar var 60 kennslustunda nám sem kallast Þjónustuliðar – grunnnám en meðal námsþátta þar eru líkamsbeiting, smitgát, öryggismál, þjónusta, sótthreinsun, ræsting og skyndihjálp.


Meira

Fjarkennt námskeið fyrir fólk í fullorðinsfræðslu

Hróbjartur Árnason
Hróbjartur Árnason

Í mars býður Fræðslusetrið Starfsmennt í Reykjavík upp á námskeið sem kallast Árangursrík kennsla og er ætlað þeim sem koma að fræðslu fullorðinna og símenntun, einkum þeim sem kenna af og til á námskeiðum á vinnustað sínum og/eða fyrir símenntunarstöðvar. Fræðslumiðstöð Vestfjarða hefur óskað eftir að námskeiðið verði fjarkennt og ætlar Starfsmennt að verða við því. Kennt verður miðvikudagana 4., 11., 18. mars og 1. apríl frá kl. 15-18. Umsjón með námskeiðinu hefur Hróbjartur Árnason, lektor í kennslufræði fullorðinna við Háskóla Íslands.


Meira
Eldri færslur