Nemendur og kennarar við útskrift úr hlífðargassuðu í maí 2014.
Fræðslumiðstöðin býður nú í annað skipti upp á nám í hlífðargassuðu og er fyrirhugað að hefja það þann 17. febrúar. Námið er samstarfsverkefni Fræðslumiðstöðvarinnar, Menntaskólans á Ísafirði og 3X Technology ehf og kennt samkvæmt námskrá sem þessir aðilar þróuðu í sameiningu.
Námið er ætlað fólki sem hefur hug á að vinna í framleiðslufyrirtækjum við hlífðargassuðu með sérstakri áherslu á ryðfrítt stál og er bæði verklegt og bóklegt, alls 138 kennslustundir.
Meira
- föstudagurinn 6. febrúar 2015
- Dagný Sveinbjörnsdóttir
Þátttakendur ásamt Auði Ólafsdóttur kennara og Smára Haraldssyni forstöðumanni Fræðslumiðstövarinnar.
Miðvikudaginn 21. janúar útskrifuðust átta konur konur sem starfa hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Þingeyri eftir 120 kennslustunda nám hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða, en námið hófst í byrjun október. Námið samanstóð af tveimur námsskrám frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Annars vegar Meðferð matvæla sem er 60 kennslustunda nám þar sem meðal annars er fjallað um gæði og öryggi í meðferð matvæla, matvælavinnslu, geymsluþol, merkingar á umbúðum, hollustu máltíða, ofnæmi og óþol og fæðuflokkana. Hins vegar var 60 kennslustunda nám sem kallast Þjónustuliðar – grunnnám en meðal námsþátta þar eru líkamsbeiting, smitgát, öryggismál, þjónusta, sótthreinsun, ræsting og skyndihjálp.
Meira
- mánudagurinn 2. febrúar 2015
- Dagný Sveinbjörnsdóttir