Hróbjartur Árnason
Í mars býður Fræðslusetrið Starfsmennt í Reykjavík upp á námskeið sem kallast Árangursrík kennsla og er ætlað þeim sem koma að fræðslu fullorðinna og símenntun, einkum þeim sem kenna af og til á námskeiðum á vinnustað sínum og/eða fyrir símenntunarstöðvar. Fræðslumiðstöð Vestfjarða hefur óskað eftir að námskeiðið verði fjarkennt og ætlar Starfsmennt að verða við því. Kennt verður miðvikudagana 4., 11., 18. mars og 1. apríl frá kl. 15-18. Umsjón með námskeiðinu hefur Hróbjartur Árnason, lektor í kennslufræði fullorðinna við Háskóla Íslands.
Meira
- föstudagurinn 30. janúar 2015
- Dagný Sveinbjörnsdóttir
Fimmtudaginn 22. janúar verður kynning á viðbótarnámi í vélstjórn. Þetta er í þriðja skipti sem Fræðslumiðstöðin í samvinnu við Menntaskólann á Ísafirði býður upp á slíkt nám, en það er ætlað þeim sem lokið hafa vélgæslunámi eins og því sem getið er um hér að ofan, og vilja auka réttindi sín. Námið er kennt á tveimur önnum og lýkur því haustið 2015. Á kynningarfundinum verður farið yfir fyrirkomulag námsins og skipulag, inntökuskilyrði og fleira hagnýtt. Fundurinn verður í húsakynnum Fræðslumiðstöðvarinnar að Suðurgötu 12 á Ísafirði kl. 20:00 og eru allir áhugasamir hvattir til að mæta.
- fimmtudagurinn 22. janúar 2015
- Dagný Sveinbjörnsdóttir