Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Kynning á viðbótarnámi í vélstjórn

Fimmtudaginn 22. janúar verður kynning á viðbótarnámi í vélstjórn. Þetta er í þriðja skipti sem Fræðslumiðstöðin í samvinnu við Menntaskólann á Ísafirði býður upp á slíkt nám, en það er ætlað þeim sem lokið hafa vélgæslunámi eins og því sem getið er um hér að ofan, og vilja auka réttindi sín. Námið er kennt á tveimur önnum og lýkur því haustið 2015. Á kynningarfundinum verður farið yfir fyrirkomulag námsins og skipulag, inntökuskilyrði og fleira hagnýtt. Fundurinn verður í húsakynnum Fræðslumiðstöðvarinnar að Suðurgötu 12 á Ísafirði kl. 20:00 og eru allir áhugasamir hvattir til að mæta.

Raunfærnimat í fisktækni á Hólmavík og Drangsnesi

Starfsfólki í fiskvinnslu hefur staðið til boða að fara í raunfærnimat með það að markmiði að fá hæfni sína og kunnáttu metna á móti tilteknum áföngum í fisktækninámi sem Fisktækniskóli Íslands kennir. Raunfærnimatið getur leitt til styttingar á námi þar sem nemendur þurfa þá ekki að taka þá áfanga sem þeir fá metna.

Í síðustu viku voru starfsmenn Fisktækniskólans, Nanna Bára Maríusdóttir sviðsstjóri og Ásdís V. Pálsdóttir verkefnastjóri markaðssviðs, með raunfærnimat á Hólmavík og Drangsnesi.  Alls voru 11 manns sem fóru í matið, 4 á Drangsnesi og 7 á Hólmavík. Nanna og Ásdís voru ánægðar með matsviðtölin og telja að á Ströndum búi mikil þekking meðal starfsfólks fiskvinnslufyrirtækja.


Meira
Eldri færslur