Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Kynning á viðbótarnámi í vélstjórn

Fimmtudaginn 22. janúar verður kynning á viðbótarnámi í vélstjórn. Þetta er í þriðja skipti sem Fræðslumiðstöðin í samvinnu við Menntaskólann á Ísafirði býður upp á slíkt nám, en það er ætlað þeim sem lokið hafa vélgæslunámi eins og því sem getið er um hér að ofan, og vilja auka réttindi sín. Námið er kennt á tveimur önnum og lýkur því haustið 2015. Á kynningarfundinum verður farið yfir fyrirkomulag námsins og skipulag, inntökuskilyrði og fleira hagnýtt. Fundurinn verður í húsakynnum Fræðslumiðstöðvarinnar að Suðurgötu 12 á Ísafirði kl. 20:00 og eru allir áhugasamir hvattir til að mæta.

Deila