Flottur hópur sem lauk íslenskunámskeiði vorið 2013.
Nú eru íslenskunámskeiðin að fara af stað. Á Ísafirði, Bolungarvík og Flateyri er bæði boðið upp á námskeið fyrir byrjendur (stig 1) og námskeið á stigi tvö en það er ætlað þeim sem hafa áður lokið 60 kennslustundum í íslensku eða hafa sambærilega færni í málinu. Á Suðureyri er eitt námskeið í boði og ræðst það af þátttakendum á hvaða stigi verður kennt.
Meira
- fimmtudagurinn 23. janúar 2014
- Dagný Sveinbjörnsdóttir
Fimmtudaginn 30. janúar er fyrirhugað að hefja námskeið í skapandi skrifum - námskeið um kúnstina að skrifa og finna sína eigin rödd í texta. Á námskeiðinu munu Arnaldur Máni Finnsson og Eiríkur Örn Norðdahl leiða nemendur um krákustíga bókmennta og almennra skrifa, með sýnidæmum, æfingum og vettvangsferðum. Markmiðið er að nemendur á námskeiðinu öðlist færni í því að tjá sig í rituðu máli og fái víðtækan skilning á möguleikum skáldskaparins.
Meira
- þriðjudagurinn 21. janúar 2014
- Dagný Sveinbjörnsdóttir