Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Líf og fjör í jólaföndri

29. nóvember 2013

Undanfarin ár hefur Fræðslumiðstöðin boðið góðum vinum sínum upp á námskeið þar sem föndrað er fyrir jólin og svo er einnig í ár.  Vinir okkar mæta í þrjú skipti og útbúa fallegt jólaskraut og jólagjafir undir góðri leiðsögn Sigríðar Magnúsdóttur. Það er óhætt að segja að það hafi verið mikil athafnasemi miðvikudaginn 27. nóvember s.l. þegar hópurinn mætti í fyrsta tímann og ljóst að eftir námskeiði verða margir komnir með góða gripi sem þeir geta notað til að gera jólalegt í kring um sig eða laumað í pakka til einhvers.


Meira

Samvinna við grunnskóla

Nemendur Grunnskólans á Ísafirði í smáskipanámi haustið 2013.
Nemendur Grunnskólans á Ísafirði í smáskipanámi haustið 2013.

28. nóvember 2013

Frá því í byrjun hausts hefur Fræðslumiðstöð Vestfjarða verið í samvinnu við Grunnskólann á Ísafirði um smáskipanám. Í mörg ár hefur elstu nemendum Grunnskólans boðist að taka smáskipanám sem val og hefur það fram að þessu verið kennt í skólanum. Sú nýbreytni var tekin upp í haust að Fræðslumiðstöðin sér um kennsluna og hafa vel á annan tug nemenda mætt einu sinni í viku í allt haust ...


Meira
Eldri færslur