Skapandi skrif 30. janúar
Fimmtudaginn 30. janúar er fyrirhugað að hefja námskeið í skapandi skrifum - námskeið um kúnstina að skrifa og finna sína eigin rödd í texta. Á námskeiðinu munu Arnaldur Máni Finnsson og Eiríkur Örn Norðdahl leiða nemendur um krákustíga bókmennta og almennra skrifa, með sýnidæmum, æfingum og vettvangsferðum. Markmiðið er að nemendur á námskeiðinu öðlist færni í því að tjá sig í rituðu máli og fái víðtækan skilning á möguleikum skáldskaparins.
Meira