Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Skapandi skrif 30. janúar

Fimmtudaginn 30. janúar er fyrirhugað að hefja námskeið í skapandi skrifum - námskeið um kúnstina að skrifa og finna sína eigin rödd í texta. Á námskeiðinu munu Arnaldur Máni Finnsson og Eiríkur Örn Norðdahl leiða nemendur um krákustíga bókmennta og almennra skrifa, með sýnidæmum, æfingum og vettvangsferðum. Markmiðið er að nemendur á námskeiðinu öðlist færni í því að tjá sig í rituðu máli og fái víðtækan skilning á möguleikum skáldskaparins.


Meira

Skrifstofuskólinn fer af stað 27. janúar

Skrifstofuskólinn veturinn 2010-2011.
Skrifstofuskólinn veturinn 2010-2011.

Skrifstofuskólinn hefur verið vinsæll hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Nú gefst aftur tækifæri til þess að taka þátt í þessu góða námi því mánudaginn 27. janúar n.k. fer nýr Skrifstofuskóli af stað. Að þessu sinni verður kennt á Ísafirði en fjarkennt til annarra staða á Vestfjörðum þar sem áhugi reynist.


Meira
Eldri færslur