Hluti af hópnum sem tók þátt í námi og þjálfun í almennum bóklegum greinum ásamt starfsmönnum Fræðslumiðstöðvarinnar.
Föstudaginn 28. febrúar s.l. var úrskrift úr námi og þjálfun í almennum bóklegum greinum hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum er 300 kennslustunda nám sem kennt er samkvæmt námsskrá frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Fræðslumiðstöð Vestfjarða óskar nemendum til hamingju með að hafa lokið þessum áfanga og vonar að þetta verði þeim hvatning til frekara náms af einhverju tagi.
Meira
- mánudagurinn 3. mars 2014
- Dagný Sveinbjörnsdóttir
Stapinn stendur allt af sér.
Verkefnið um hækkun menntunarstigs í Norðvestur kjördæmi er nú að fara af stað að nýju.
Símenntunarmiðstöðvarnar í kjördæminu og Háskólinn á Bifröst hafa gengið frá samkomulagi um framkvæmd nokkurra verkþátta í verkefninu.
Verkefnið hófst á síðast liðnu ári, en nokkur óvissa var umframhald þess. Þeirri óvissu var eytt með samningi menntamálaráðherra við Háskólanum á Bifröst fimmtudaginn 5. febrúar s.l. Þar var Háskólanum falið að fara með framkvæmd verksins og því tryggð fjármögnun. Verkefnið nær til eins árs og skal ljúka í janúar 2015.
Meginmarkmið verkefnisins er að efla ráðgjöf til fyrirtækja um nám á vinnustað, auka samstarf atvinnulífs og fræðsluaðila í kjördæminu um starfstengt nám, fjölga einstaklingum sem ljúka iðnnámi og efla íslenskukunnáttu innflytjenda.
Meira
- föstudagurinn 14. febrúar 2014
-