Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Norðvestur verkefnið heldur áfram

Stapinn stendur allt af sér.
Stapinn stendur allt af sér.

Verkefnið um hækkun menntunarstigs í Norðvestur kjördæmi er nú að fara af stað að nýju.

Símenntunarmiðstöðvarnar í kjördæminu og Háskólinn á Bifröst hafa gengið frá samkomulagi um framkvæmd nokkurra verkþátta í verkefninu.

Verkefnið hófst á síðast liðnu ári, en nokkur óvissa var umframhald þess. Þeirri óvissu var eytt með samningi menntamálaráðherra við Háskólanum á Bifröst fimmtudaginn 5. febrúar s.l. Þar var Háskólanum falið að fara með framkvæmd verksins og því tryggð fjármögnun. Verkefnið nær til eins árs og skal ljúka í janúar 2015.

Meginmarkmið verkefnisins er að efla ráðgjöf til fyrirtækja um nám á vinnustað, auka samstarf atvinnulífs og fræðsluaðila í kjördæminu um starfstengt nám, fjölga einstaklingum sem ljúka iðnnámi og efla íslenskukunnáttu innflytjenda. 


Meira

Annasamur dagur

Frá námi í skrifstofuskólanum 2011.
Frá námi í skrifstofuskólanum 2011.

Kennsla í Fræðslumiðstöð Vestfjarða fer að mestu leyti fram síðdegis og á kvöldin. Á venjulegum degi er yfirleitt verið að kenna þremur til fjórum hópum á mismunandi námskeiðum. Miðvikudaginn 12. febrúar er hins vegar óvenju mikið umleikis því níu hópar verða í námi þetta síðdegi. Það er því hver stofa sem Fræðslumiðstöðin hefur yfir að ráða fullsetin auk þess sem Háskólasetrið hleypur undir bagga með húsnæði.


Meira
Eldri færslur