Fimmtudaginn 9. janúar kl. 18:00 verður kynning hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða á því lengra námi sem boðið verður upp á nú á vorönn. Farið verður stuttlega yfir hverja námsleið fyrir sig, fyrirkomulag og áherslur, en síðan gefst fólki kostur á að ræða nánar við umsjónarmenn þess náms sem það hefur sérstakan áhuga á.
Meira
- mánudagurinn 6. janúar 2014
- Dagný Sveinbjörnsdóttir
Á fjórða tug nemenda hafa stundað íslenskunám á Ísafirði hjá Fræðslumiðstöðinni nú í haust. Tveir hópar hafa verið á námskeið fyrir byrjendur og einn hópur hefur verið í Landnemaskólanum, en það er nám ætlað þeim sem hafa nokkuð góðan grunn í íslensku en vilja öðlast aukna færni.
Meira
- þriðjudagurinn 10. desember 2013
- Dagný Sveinbjörnsdóttir