Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Jólagleði hjá íslenskunemum

Á fjórða tug nemenda hafa stundað íslenskunám á Ísafirði hjá Fræðslumiðstöðinni nú í haust. Tveir hópar hafa verið á námskeið fyrir byrjendur og einn hópur hefur verið í Landnemaskólanum, en það er nám ætlað þeim sem hafa nokkuð góðan grunn í íslensku en vilja öðlast aukna færni. Mánudaginn 9. desember komu þessir þrír hópar allir saman í tilefni af því að námskeiðunum er að ljúka á þessari önn.  Óhætt er að segja að mikið líf og fjör hafi verið í Fræðslumiðstöðinn, fólk gæddi sér á smákökum og öðrum veitingum sem tilheyra þessari árstíð og sungu jólalög, að sjálfsögðu á íslensku.

Þess má geta að fyrr í haust var einnig íslenskunámskeið í Bolungarvík og þá luku nokkrir starfsmenn fyrirtækisins 3X Technology íslenskunámskeiði sem kennt var inn á vinnustaðnum. Í allt hafa verið kenndar yfir 220 kennslustundir í íslensku á haustönninni.

Deila