Í haust var tekin sú ákvörðun að gefa ekki út bækling með yfirliti yfir þau námskeið sem Fræðslumiðstöðin býður upp yfir veturinn. Það þýðir þó ekki að við séum dauð úr öllum æðum, öðru nær. Nú er að fara í dreifingu blöðungur þar sem kynnt eru þau námskeið sem fyrirhuguð eru á Ísafirði í október og nóvember, en fleiri námskeið eiga eftir að bætast við. Þarna kennir ýmissa grasa eins og upptalningin hér fyrir neðan sýnir.
Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér námskeiðin nánar hér á síðunni eða í síma 456 5025. Og svo er um að gera að skrá sig tímanlega til þess að tryggja lágmarksþátttöku.
Námskeið í október og nóvember:
- fimmtudagurinn 12. október 2017
- Dagný Sveinbjörnsdóttir
Undanfarnar vikur hefur Safnahúsið Ísafirði fengið afnot af veggjum hjá Fræðslumiðstöðinni fyrir ljósmyndasýningu um heimsókn Grænlendinga til Ísafjarðar árið 1925. Sýningin hefur verið ágætlega sótt af ferðamönnum en minna af heimafólki. Nú gefst Ísfirðingum og nágrönnum hins vegar gott tækifæri til þess að rifja upp þennan atburð og hvaða þýðingu hann hafði.
Föstudaginn 15. september mun Sumarliði R. Ísleifsson sagnfræðingur fjalla um þessa heimsókn í erindi sem Fræðslumiðstöðin og Safnahúsið standa saman að. Erindið verður í húsakynnum Fræðslumiðstöðvarinnar að Suðurgötu 12 á Ísafirði og hefst kl. 14. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir en þátttakendur eru beðnir að skrá sig á vef miðstöðvarinnar með því að smella hér.
Um erindið:
Árið 1925 kom hópur Grænlendinga til Ísafjarðar, alls um 90 manns. Tilefni heimsóknarinnar var að dönsk stjórnvöld höfðu ákveðið að stofna nýja "nýlendu" í Scoresbysundi - Ittoqqortoormiit - á austurströnd Grænlands og flytja þangað allmarga íbúa frá Ammassalik, sem bjuggu um 800 km sunnar. Ástæða þessa var sú að dönsk stjórnvöld vildu sporna við landakröfum Norðmanna til Austur-Grænlands. Förinni var heitið til Ísafjarðar til þess að fá nýja staðarprestinn vígðan og sækja vetrarvistir.
Þessi gestakoma vakti mikla athygli, bæði á Ísafirði og um land allt og mikið var fjallað um hana í blöðum á þessum tíma. Gestakoman var einnig ljósmynduð og eru þær myndir varðveittar á Ljósmyndasafni Ísafjarðar. Markmiðið með erindinu er að gera grein fyrir tengslum landanna og þeim viðhorfum sem voru algeng á milli þjóðanna. Af hverju einkenndust þau? Hvaða ímyndir birtust? Hafði heimsóknin áhrif á samskipti þjóðanna?
- mánudagurinn 4. september 2017
- Dagný Sveinbjörnsdóttir