Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Nýtt ár - ný námstækifæri

Gleðilegt nýtt ár. Fræðslumiðstöð Vestfjarða byrjar árið 2019 af krafti og er með fjölmörg spennandi námskeið á dagskránni strax í janúar. Eins og áður verður áherslan á námskeið sem efla fólk í starfi, styrkja það í persónulegri færni og námskeið sem flokkast undir tómstundir. Við hvetjum alla til að kynna sér það sem er í boði og endilega að skrá sig tímanlega ef eitthvað vekur áhuga.

Þá er rétt að vekja enn og aftur athygli á því að Fræðslumiðstöðin er í samstarfi við endurmenntunarsjóðina Sveitamennt og Ríkismennt en það felur í sér að starfsmenn ríkis og bæja sem eru í VerkVest eða Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur geta sótt starfstengd námskeið sér að kostnaðarlausu.  Í ákveðnum tilfellum á það sama við um þá bæjar- og ríkisstarfsmenn sem eru í FosVest og SFR. Þess utan eiga þeir sem eru í stéttarfélögum oft rétt á endurgreiðslu námskeiðsgjalda og hvetur Fræðslumiðstöðin fólk til þess að kanna rétt sinn í því efni.  

Grunnmenntaskóli

Þann 26.nóvember verður haldin kynning á Grunnmenntaskóla í Fræðslumiðstöð Vestfjarða Kl.17:00-18:00 

Allir þeir sem vilja kynna sér málið eru velkomnir.

Grunnmenntaskólinn er fyrir alla þá sem vilja koma aftur til náms. Hann er hannaður með tilliti til þeirra sem er skammt á veg komið í formlegri menntun en er góður grunnur til að hefja nám að nýju.

Þeir sem hafa lokið raunfærnimati og eiga eftir bóklega áfanga eru sérstaklega hvattir til að kynna sér málin.

Myndband um grunnmentaskólann

Eldri færslur