Kvasir eru samtök fræðslu- og símenntunarmiðstöðva voru að setja í loftið nýja heimasíðu. Á henni er að finna upplýsingar um starfsemi stöðvanna um allt land sem og upplýsingar um raunfærnimat og þær námsleiðir sem eru í boði.
slóð heimasíðunnar er: https://fraedslumidstodvar.is/
- föstudagurinn 15. mars 2019
-
Búið er að auglýsa dagsetningar fyrir næstu íslenskupróf vegna umsókna um íslenskan ríkisborgararétt. Prófin verða sem hér segir:
- Akureyri, Símey: Mánudagur 27. maí 2019 13.00
- Ísafjörður, Fræðslumiðstöð Vestfjarða: Þriðjudagur 28. maí 2019 kl. 13.00
- Egilstaðir, Austurbrú: Miðvikudagur 29. maí 2019 kl. 13.00
- Reykjavík, Mímir símenntun, vikan 3.-7. júní kl. 9:00 og kl. 13:00
Skráning hefst mánudaginn 11. mars 2019 á www.mimir.is og lýkur sunnudaginn 12. maí.
Verð fyrir prófið er 25.000 kr.
Skráning í próf er ekki gild nema það sé búið að borga.
- föstudagurinn 1. mars 2019
- Dagný Sveinbjörnsdóttir