Átta nemendur luku námskeiði í málmsuðu hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða þann 26. Janúar s.l.
Þar var kennd Pinnasuða, logsuða og TIG og MIG suða. Kennari var Tryggvi Sigtryggsson. Mikill áhuga hefur verið fyrir þessu námskeið en annað slíkt var í desember síðast liðin.
28.janúar lauk einnig Vélgæslunámskeiði en þar voru 15 þátttakendur Kennari var Jóhann Bæring Gunnarsson.
En þessi námskeið eru bæði unnin í samvinnu við Menntaskólann á Ísafirði og fór kennslan fram í verkmenntahúsi skólans.
- fimmtudagurinn 31. janúar 2019
-
Gleðilegt nýtt ár. Fræðslumiðstöð Vestfjarða byrjar árið 2019 af krafti og er með fjölmörg spennandi námskeið á dagskránni strax í janúar. Eins og áður verður áherslan á námskeið sem efla fólk í starfi, styrkja það í persónulegri færni og námskeið sem flokkast undir tómstundir. Við hvetjum alla til að kynna sér það sem er í boði og endilega að skrá sig tímanlega ef eitthvað vekur áhuga.
Þá er rétt að vekja enn og aftur athygli á því að Fræðslumiðstöðin er í samstarfi við endurmenntunarsjóðina Sveitamennt og Ríkismennt en það felur í sér að starfsmenn ríkis og bæja sem eru í VerkVest eða Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur geta sótt starfstengd námskeið sér að kostnaðarlausu. Í ákveðnum tilfellum á það sama við um þá bæjar- og ríkisstarfsmenn sem eru í FosVest og SFR. Þess utan eiga þeir sem eru í stéttarfélögum oft rétt á endurgreiðslu námskeiðsgjalda og hvetur Fræðslumiðstöðin fólk til þess að kanna rétt sinn í því efni.
- miðvikudagurinn 2. janúar 2019
- Dagný Sveinbjörnsdóttir