Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Sagnabrunnur Vestfjarða kynntur:

 

Vefurinn

“Sagnabrunnur Vestfjarða”

kynntur í Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði

Fimmtudaginn 21. febrúar, kl. 16:00 – 17:00

 

Allir hjartanlega velkomnir!

 

Fimmtudaginn 21. febrúar mun Kjartan Ólafsson opna vefinn „Sagnabrunnur Vestfjarða“, sem stofnaður hefur verið af prófessorsembætti Jóns Sigurðssonar við Háskóla Íslands og Safni Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri (sjá: www.sogurogsagnir.is ). Markmið Sagnabrunnsins er að safna saman óbirtu efni, sem liggur í skjalasöfnum og einkaeigu á einn stað sem opinn er öllum, og miðla því til fólks, ferðaþjónustuaðila, skóla og annarra stofnana sem öll geta notað þetta efni að eigin vild. Hér er því um að ræða upplýsingaveitu fyrir almenning er varðar líf fólks á Vestfjörðum gegnum aldir. Allir geta sent inn sögur, sagnir, örnefni og lýsingar af lífi fólks og atburðum héðan af svæðinu, sem það á í fórum sínum og vill koma á framfæri við almenning, og allir geta lesið þetta efni sér til ánægju og fróðleiks.

Kjartan Ólafsson og Búnaðarsamband Vestfjarða hafa góðfúslega veitt leyfi til þess að fyrsta efnið sem sett verður á vefinn er vinnuhandrit Kjartans sem inniheldur lýsingar, sögur og sagnir úr Vestur -Ísafjarðarsýslu og Vestur-Barðastrandarsýslu er hann safnaði og setti saman á vegum Búnaðarsambandsins.

 

Prófessor Guðmundur Hálfdanarson, Háskóla Íslands 

Valdimar J. Halldórsson, Staðarhaldari á Hrafnseyri,

 

Frekari upplýsingar veitir Valdimar J. Halldórsson í síma 845 5518

Ýmis námskeið

Átta nemendur luku námskeiði í málmsuðu hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða þann 26. Janúar s.l.

Þar var kennd Pinnasuða, logsuða og TIG og MIG suða. Kennari var Tryggvi  Sigtryggsson. Mikill áhuga hefur verið fyrir þessu námskeið en annað slíkt var í desember síðast liðin.

28.janúar lauk einnig Vélgæslunámskeiði en þar voru 15 þátttakendur Kennari var Jóhann Bæring Gunnarsson.

En þessi námskeið eru bæði unnin í samvinnu við Menntaskólann á Ísafirði og fór kennslan fram í verkmenntahúsi skólans.

Eldri færslur