Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Tæknistoðir í fjarkennslu

Tæknistoðir eru 665 kennslustunda nám einkum ætlaðar þeim sem hafa reynslu úr atvinnulífinu og eru að minnsta kosti 23 ára, eru á vinnumarkaði og hafa hug á að ná sér í löggild starfstengd réttindi í bíl-, málm- og byggingartæknigreinum.

Tæknistoðir verða kenndar af Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi og voru þróaðar af miðstöðinni innan
átaksverkefnisins Menntun núna í Norðvesturkjördæmi, í samstarfi við alla framhaldsskóla kjördæmisins.

Tæknistoðir verða kenndar í dreifnámi í gegnum Moodle. Stór hluti námsins fer fram í gegnum Internetið, auk þess verða haldnar staðlotur þar sem nemendur koma saman, hitta leiðbeinendur og samnemendur. Kennsluaðferðir verða fjölbreyttar, kennt verður á hæfilegum hraða og með góðum stuðningi við nemendur. Tæknistoðir verða metnar inn í iðnnámi. Þær eru því frábær leið fyrir þá sem vilja byrja á tækninámi í sinni heimabyggð og tilvalið nám með vinnu.

Staðlotur verða í Borgarnesi.
Fyrsta lotan byrjar föstudaginn 02.10 frá klukkan 10:00-16:00 og laugardaginn 03.10 frá klukkan 9:00-16:00.
Önnur lota verður laugardaginn 17.10  frá klukkan 9:00-16:00.

Námsmat verður gefið með einkunnum þar sem metin verða verkefni, próf og ástundun.

Námsþættir:

  • Kynning, mat, námstækni og skipulag   30 kest.
  • Öryggis og félagsmál                                60 kest.
  • Upplýsingartækni fyrir tækninám        120 kest.
  • Grunnteikning 1-2                                   240 kest.
  • Efnisfræði grunnnáms                             60 kest.
  • CNC Tölvustýrðar iðnaðarvélar              90 kest.
  • Iðnreikningur                                            60 kest.
  • Námsmat                                                    5 kest.

Samtals                                                          665 kennslustundir

Nánari lýsing á námsþáttum er hér.

Ef þú hefur reynslu úr atvinnulífinu og hefur áhuga á að afla þér iðnréttinda
og vilt vita meira hafðu þá samband við Símenntunarmiðstöðina á Vesturlandi í síma 437 2390
eða Hörð Baldvinsson verkefnastjóra í síma 841 7710 eða sendu honum póst á hordur@simenntun.is

Skráningar eru hjá Svövu Svavarsdóttur eða Herði Baldvinssyni.

Menntastoðir og Sjósókn í fjarkennslu

Menntastoðir eru undirbúningsnám fyrir Háskólabrú Keilis, Háskólagátt Háskólans á Bifröst og frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík. Sjósókn undirbýr sjómenn séstaklega undir frekara nám.


Meira
Eldri færslur