Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Aðalfundur

Aðalfundur Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða verður haldinn þriðjudaginn 2. maí kl. 10:30 í húsnæði Fræðslumiðstöðvarinnar. Allir velkomnir. 

Framsækni – örugg tjáning – vinnustofa - NÝTT NÁMSKEIÐ

Fimmtudaginn 11. maí kl. 13:00‒17:00 verður námskeið/vinnustofa með Sigríði Arnardóttur sem haldið er í samstarfi við BHM.

Vinnustofan er hagnýt og hvetjandi fyrir alla sem vilja auka tækifærin, efla sig eða þurfa starfs síns vegna að koma fram og halda ræður eða kynningar. Fyrirlestur, umræður og hagnýt ,,verkfærakista” fyrir þá sem vilja tjá sig af enn meira öryggi. Fyrirtæki og stofnanir í dag gera þær kröfur til starfsmanna og stjórnenda að þeir geti komið fram og haldið ræður og kynningar. Aldrei fyrr hefur fólk þurft að markaðssetja sig eða starf sitt í jafn ríkum mæli. Í launaviðtölum og starfsumsóknum er mikilvægt að koma fram af öryggi. Það þarf að þjálfa örugga framkomu eins og vöðvana og því er nauðsynlegt að halda sér við og bæta sig.

Á námskeiðinu er rætt um: 

  • Undirbúning kynningar/ræðu
  • Að takast á við sviðsskrekk og nýta sér kvíðann 
  • Tækni við góða kynningu/ræðu 
  • Líkamsstöðu og ímyndarsköpun. 
  • Hvað virkar og hvað virkar ekki í ræðupúlti og í umræðum? 
  • Hagnýtar aðferðir við að undirbúa ,,óundirbúnar” ræður/kynningar 
  • Að takast á við neikvæða strauma 
  • Að finna sinn persónulega stíl og útgeislun

Almennt verð fyrir námskeiðið er 15.000 kr. Aðilar að BHM fá frítt en nauðsynlegt er að skrá sig og má gera það hér á heimsíðunni með því að smella hér.

Sigríður Arnardóttir er félags- og fjölmiðlafræðingur, þáttastjórnandi og kennari við Háskólann á Bifröst og hefur haldið fjölmörg námskeið á þessu sviði.

Eldri færslur