Samningur á milli Verk Vest og Fræðslumiðstöðvarinnar
7. september 2010Mánudaginn 6. september s.l. undirrituðu Verkalýðsfélag Vestfirðinga og Fræðslumiðstöð Vestfjarða samning um samstarf. Samstarfið felst í samnýtingu á mannskap og aðstöðu. Kristín Sigurrós Einarsdóttir starfsmaður Fræðslumiðstöðvarinnar á Ströndum fer í 100% starfshlutfall og vinnur að hluta fyrir Verkalýðsfélagið.