Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Samningur á milli Verk Vest og Fræðslumiðstöðvarinnar

Mánudaginn 6. september s.l. undirrituðu Verkalýðsfélag Vestfirðinga og Fræðslumiðstöð Vestfjarða samning um samstarf. Samstarfið felst í samnýtingu á mannskap og aðstöðu. Kristín Sigurrós Einarsdóttir starfsmaður Fræðslumiðstöðvarinnar á Ströndum fer í 100% starfshlutfall og vinnur að hluta fyrir Verkalýðsfélagið.

Með samstarfi þessu vonast báðar aðilar eftir að bæta þjónustu við fólkið Ströndum og reyndar einnig í Reykhólasveit, en með bættum samgöngum á milli Stranda og Reykhólasveitar hefur Kristín Sigurrós einnig þjónað því svæði.

Verkalýðsfélagið og Fræðslumiðstöðin eru ennfremur að kanna möguleika á að bæta húsnæðisaðstöðu sína á Hólmavík, enda leggja þau mikla áherslu á notalega aðstöðu sem býður fólk velkomið og lætur því líða vel.

Meðfylgjandi mynd er frá undirrituninni af þeim Smára Haraldssyni forstöðumanni Fræðslumiðstöðvarinnar og Finnboga Sveinbjörnssyni formanns Verkalýðsfélags Vestfirðinga. Á milli þeirra er Kristín Sigurrós Einarsdóttir starfsmaður Fræðslumiðstöðvarinnar á Ströndum.
image
Deila