Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Vantar þig aðstöðu fyrir eitthvað skemmtilegt í sumar?

1 af 2

Þar sem það er venjulega lítið um að vera í húsakynnum Fræðslumiðstöðvarinnar yfir sumartímann erum við að kanna hvort einhver hefur áhuga á að leigja hluta húsnæðisins í sumar undir eitthvað skemmtilegt. Við bjóður upp á gott aðgengi beint af götunni en mikið af ferðamönnum fara hér hjá á leið milli miðbæjarins og húsanna í Neðstakaupstað. Þetta er upplagt tækifæri fyrir fólk með góðar hugmyndir sem vill gera eitthvað tímabundið í sumar. Þeim sem vilja kynna sér málið nánar er bent á að tala við Elfu Hermannsdóttur forstöðumann Fræðslumiðstöðvarinnar í síma 860 9490 eða senda henni póst á elfa@frmst.is.

Íslenskupróf vegna umsókna um ríkisborgararétt

Eitt af skilyrðum þess að hljóta íslenskan ríkis­borgara­rétt er að standast próf í íslensku. Á Vestfjörðum fara prófin fram hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða á Ísafirði.

Næstu íslenskupróf vegna umsókna um íslenskan ríkisborgararétt verða haldin sem hér segir:

  • Akureyri: Þriðjudaginn 22. maí kl. 13.00. Próf haldið hjá Símey, Þórsstíg 4.
  • Ísafjörður. Miðvikudaginn 23. maí kl. 13.00. Próf haldið hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgata 12.
  • Egilsstaðir. Fimmtudaginn 24. maí kl. 13.00. Próf haldið hjá Austurbrú, Tjarnarbraut 39a.
  • Reykjavík: Vikan 28. maí til 1. júní , frá mánudegi til föstudags (alla dagana) kl. 9.00 og kl. 13.00.

Prófin eru haldin hjá Mími, Höfðabakka 9, 110 Reykjavík.

Tekið er við skráningum í próf alls staðar á landinu hjá Mími á www.mimir.is Byrjað er að taka við skráningum mánudaginn 12. mars. Skráningum lýkur föstudaginn 11. maí. Það er ekki hægt að skrá sig í próf eftir að skráningarfrestur rennur út.

Prófgjald er 25.000 kr. Framvísa þarf gildu skilríki áður en próf hefjast.

Eldri færslur