Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Fræðslumiðstöðin hlýtur Virðisaukann

Virðisaukinn, hvatningarverðlaun atvinnu- og menningarmálanefndar Ísafjarðarbæjar, voru afhent  Fræðslumiðstöð Vestfjarða á fundi bæjarstjórnar 13. apríl. 
  
Við á Fræðslumiðstöðinni erum ákaflega stolt af viðurkenningunni og heitum því að halda áfram að vinna okkar góða starf fyrir Vestfirðinga. Við þökkum Atvinnu- og menningarmálanefnd Ísafjarðar fyrir þessa miklu upphefð. 
 
 
Samkvæmt rökstuðningi nefndarinnar, kemur fram að markmið Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða sé að auðvelda íbúum á Vestfjörðum símenntun og þátttöku í námi af ýmsu tagi. Verðlaunin eru ætluð sem hvatning til þeirra sem sýna frumkvæði í málum er lúta að sveitarfélaginu og samborgurum.
 

Rökstuðning nefndarinnar fyrir valinu má sjá hér:

„Viðurkenningu og hvatningarverðlaun Atvinnu- og menningamálanefndar, og þar með farandgripinn Virðisaukann, árið 2017, hlýtur Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Markmið Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða er að auðvelda íbúum á Vestfjörðum símenntun og þátttöku í námi af ýmsu tagi. Fræðslumiðstöð Vestfjarða hefur með námsframboði sínu, nýjum samstarfsamningum við starfsmenntasjóði verkalýðsfélaganna og tengslum við atvinnulífið, m.a. með greiningu fræðsluþarfa hjá fyrirtækjum og stofnunum á svæðinu, lagt sitt að mörkum til að auka fjölbreytni í atvinnu og menntun í sveitarfélaginu.
Verðlaunin eru ætluð sem hvatning til þeirra sem sýna frumkvæði í málum er lúta að sveitarfélaginu og samborgurunum. Með afhendingu þeirra er einkum tekið mið af framlagi við að auka fjölbreytni í atvinnu, menntun eða afþreyingu, að auka sýnileika bæjarfélagsins á landsvísu, sérstaks árangurs, framtaks á sviði þróunar vöru, þjónustu eða markaðssetningar.“

 

Mennta- og menningarmálaráðuneytið boðar til fundar!

Málstofa á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins verður haldin þriðjudaginn 17. apríl kl. 12–15. Fjallað verður um málefni framhaldsfræðslu, ekki síst frumvarp til laga um nám fullorðinna sem nú er í smíðum. Málstofan hefst með hádegisverði.

 Á málstofunni kynnir Margrét K. Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá Rannís, verkefni og hlutverk landstengiliðs um fullorðinsfræðslu, nýstofnaðan samráðshóp um nám fullorðinna og EPALE, samráðsgátt um fullorðinsfræðslu. Svanhildur Kr. Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá mennta- og menningarmálaráðuneyti, gerir grein fyrir frumvarpsgerð til laga um nám fullorðinna, niðurstöðum vinnuhópa og helstu álitamálum. Þátttakendum gefst tækifæri til að leggja orð í belg.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í málstofunni geta sent póst á elfa@frmst.is til að skrá sig. 

Eldri færslur