Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Mennta- og menningarmálaráðuneytið boðar til fundar!

Málstofa á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins verður haldin þriðjudaginn 17. apríl kl. 12–15. Fjallað verður um málefni framhaldsfræðslu, ekki síst frumvarp til laga um nám fullorðinna sem nú er í smíðum. Málstofan hefst með hádegisverði.

 Á málstofunni kynnir Margrét K. Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá Rannís, verkefni og hlutverk landstengiliðs um fullorðinsfræðslu, nýstofnaðan samráðshóp um nám fullorðinna og EPALE, samráðsgátt um fullorðinsfræðslu. Svanhildur Kr. Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá mennta- og menningarmálaráðuneyti, gerir grein fyrir frumvarpsgerð til laga um nám fullorðinna, niðurstöðum vinnuhópa og helstu álitamálum. Þátttakendum gefst tækifæri til að leggja orð í belg.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í málstofunni geta sent póst á elfa@frmst.is til að skrá sig. 

Endurmenntun Atvinnubílstjórar - gagnlegar upplýsingar

Fræðslumiðstöð Vestfjarðar býður upp á námskeið í endurmenntun atvinnubílstjóra.

Bílstjóri sem ekur stórri bifreið í ökuréttindaflokki D1 og D til farþegaflutninga í atvinnuskyni og í flokki C1 og C til vöruflutninga í atvinnuskyni skal sækja 35 kennslustunda endurmenntun á 5 ára fresti.

Hverjir þurfa að sækja endurmenntun? Þeir bílstjórar sem fengið hafa réttindi sín fyrir 10. september 2013 þurfa að klára endurmenntun fyrir 10. september 2018. Hinir og reyndar allir sem endurnýja ökuskírteinið sitt með þessum flokkum eftir þann tíma þurfa að hafa klárað endurmenntun.

Hverjir þurfa ekki að sækja endurmenntun? Þeir bílstjórar sem aka aðeins í eigin þágu og eru ekki í flutningum gegn gjaldi, þurfa ekki að sækja endurmenntun frekar en þeir vilja.

Hvað er námið langt? Fjöldi kennslustunda í endurmenntun skal vera samtals 35 stundir í 7 kennslustunda lotum á síðustu fimm árum fyrir endurnýjun. Námið samanstendur því af fimm stuttum námskeiðum sem má dreifa á þetta tímabil.

Hvað er kennt í endurmenntun? Þrjú námskeið taka allir, síðan er val um námskeið eftir því hvort bílstjóri stundar aðallega farþegaflutninga eða vöruflutninga en hann má taka bæði. Að lokum er tekið sérhæft námskeið, ef með þarf (það er val)

A. Kjarni (sem allir taka):

1. Vistakstur – öryggi í akstri

2. Lög og reglur

3. Umferðaröryggi - bíltækni

 

 

B. Valkjarni (velja um annað hvort eða bæði):

4. Farþegaflutningar og/eða

4. Vöruflutningar

 

 

C. Val (eitt sérhæft námskeið ef þörf er á)

5. t.d. Skyndihjálp fyrir atvinnubílstjóra (Valnámskeið hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða)

Hægt er að fara inn á Ask, vef Samgöngustofu með íslykli eða rafrænum skilríkjum og fletta upp hvaða námskeiðum er lokið.

Slóðin er: https://askur.samgongustofa.is

Eldri færslur