Próf í íslensku fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt eru haldin tvisvar á ári, að vori og hausti (Icelandic tests for applicants for Icelandic citizenship (Icelandic passport)). Á Ísafirði verður hægt að taka próf hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða föstudaginn 12. maí kl. 13:00.
Mímir sér um framkvæmd ríkisborgaraprófa fyrir Menntamálastofnun og tekur við skráningum á heimasíðu sinni mimir.is. Skráningu lýkur sunnudaginn 23. apríl. Ekki er hægt að skrá sig í próf eftir að skráningarfrestur rennur út og skráning er ekki gild nema gengið hafi verið frá greiðslu.
Nánari upplýsingar á vef Mímis mimir.is.
- þriðjudagurinn 11. apríl 2023
- Dagný Sveinbjörnsdóttir
Kristín Njálsdóttir
Fimmtudaginn 30. mars mun Kristín Njálsdóttir, framkvæmdastjóri Landsmenntar, Sveitamenntar, Ríkismenntar og Sjómenntar, kynna fræðslusjóðina og aðra fræðslusjóði atvinnulífsins. Kynntir verða möguleikar fyrirtækja, sveitarfélaga og ríkisstofnana á styrkjum og endurgreiðslu vegna fræðslu starfsmanna.
Verkalýðsfélag Vestfirðing og Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur eru bæði aðilar að þessum sjóðum. Fulltrúar fyrirtækja og stofnana sem sjá um endurmenntun starfsmanna sem eru í þessum stéttarfélögum eru hvattir til að koma og kynna sér hvaða möguleikar eru í boði á styrkjum og endurgreiðslu fyrir fræðslumál starfsmanna. Þarna liggja mörg ónýtt tækifæri!
Fundurinn verður haldinn í fundarsal á 4. hæð í stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og hefst kl. 12:00. Á fundinum verður boðið upp á súpu og brauð, aðgangur er ókeypis og öll velkomin.
- föstudagurinn 24. febrúar 2023
- Dagný Sveinbjörnsdóttir