Vinnuumhverfi samtímans - tæknilæsi og tölvufærni
Haust 2025
Náminu er ætlað að efla hæfni einstaklinga í tæknilæsi og tölvufærni og gera þeim kleift að halda í við þær hröðu breytingar sem átt hafa sér stað í tæknilausnum í daglegu lífi sem og á vinnumarkaðnum. Þau sem hafa ekki lokið námi í framhaldsskóla eru í forgangi en aðrir eru velkomnir.
Í náminu er lögð megináhersla á að efla sjálfstraust þátttakenda gagnvart tækni og tölvum. Skilningur á grunnþáttum tölva er efldur og grunnhæfni í notkun tölva og snjalltækja verður þjálfuð.
Markmið námsins er að:
- Auka tæknilæsi og tölvufærni námsmanna með það að leiðarljósi að efla hæfni einstaklinga til að takast á við breytingar og undirbúa þá þannig til að halda í við tækniframfarir í atvinnulífinu.
- Efla skilning á grunnþáttum stafræns umhverfis og grunnhæfni í stafrænu vinnuumhverfi samtímans.
- Veita námsmönnum hæfni og trú á eigin getu til að vinna við upplýsingatækni og í stafrænu umhverfi á þann hátt að þeir geta haft áhrif á vinnuumhverfi sitt með einföldum aðgerðum.
- Styrkja stöðu námsmanna á vinnumarkaði og veita þeim greiðari aðgang að fjölbreyttari störfum.
Námsþættir:
- Fjarvinna og fjarnám
- Sjálfvirkni og gervigreind
- Skýjalausnir
- Stýrikerfi
- Tæknifærni og tæknilæsi
- Öryggisvitund
Kennt er eftir námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.
Kennari: Ármann Haraldsson.
Tími: Kennt tvo daga í viku uta hefðbundins vinnutíma. Nánari tímaseting auglýst síðar.
Lengd: 42 klukkustundir.
Staður: Fjarkennt.
Verð: 19.000. kr.
Námsmat: Til að ljúka námi með fullnægjandi hætti þarf að minnsta kosti 80% tímasókn og virka þátttöku.
Minnum væntanlega þátttakendur á að kanna rétt sinn til endurgreiðslu þátttökugjalds hjá sínu félagi.
Hópur | Dags | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
---|