Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Velferðartækni

16. september 2025

Tilgangur náms í Velferðartækni er að efla þekkingu og auka hæfni þeirra sem starfa eða hafa hug á að starfa við velferðarþjónustu.  Kennt er samkvæmt námskrá viðurkenndri af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins - sjá hér.

Markmiðið er að þátttakendur fái aukna þekkingu og leikni til að takast á við tækniþróun í velferðarþjónustu sem snýr að nýsköpun í tækni og nýtist við umönnun, verklega aðstoð, hjálpartæki, skipulag á heimilum, þjálfun, endurhæfingu, sérkennslu og atvinnu með stuðningi.

Námið er 40 klukkustundir og skiptist í fimm námsþætti.

  • Velferðarþjónusta og tækni
  • Stefnur og starfsumhverfi
  • Samskipti, miðlun og gagnvirkni
  • Velferðarlausnir
  • Starfsþjálfun

Þau sem ekki hafa lokið námi í framhaldsskóla eru í forgangi en allir eru velkomnir.

Kennarar: Meðal leiðbeinenda eru Ingi Þór Ágústsson, Aðalbjörg Helgadóttir.
Tími: Kennt þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18-20. Hefst 16. september og lýkur 20. nóvember.  
Staður: Fjarkennt 
Verð: 18.000 kr. 

Til þess að ljúka náminu með fullnægjandi hætti þarf virkni og þátttöku sem samsvarar 80% mætingu.

Vakin er athygli á að með samningi við starfsmenntasjóðina Sveitamennt og Ríkismennt geta stofnanir ríkis og sveitarfélaga boðið því starfsfólk sínu sem er í VerkVest eða Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur að sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu. 

Minnum aðra væntanlega þátttakendur á að kanna rétt til endurgreiðslu námskeiðsgjalda hjá sínu stéttarfélagi.

Hópur Dags Tími Staðsetning Verð Skráning