Sýnataka og umgengni við æðaleggi
28. nóvember 2024
Námskeiðið fyrir sjúkraliða og sjúkraliðanema.
Hagnýtt námskeið sem sniðið er að sjúkraliðum sem starfa á landsbyggðinni. Markmiðið er að veita sjúkraliðum aukið öryggi og þekkingu í umönnun skjólstæðinga sem þurfa heilsufarsmælingar og eru með æðaleggi. Sjúkraliðinn lærir að nota hjálpartæki eins og hemoglobinmæla og blóðsykurmæla og hvað ber að varast við sýnatöku hjá skjólstæðingum allt frá nýburum til eldra fólks. Farið er yfir hvernig blóð er tekið úr naflastreng við fæðingu barns. Kynntir eru mismunandi æðaleggir, stærðir, hvernig á að búa um þá og loks hvernig blóð er dregið úr sjúklingi. Allur búnaður til verklegrar kennslu verður til staðar s.s. sprautur, nálar, plástrar, sýnaglös, hanskar, mælar, silicon púðar til æfingar og gerviskinn með æðum. Nemendur fá glærur á dreifiriti.
Námskeiðið er byggt á óskum sjúkraliða sem starfa úti á landi þar sem fámenni er mikið og þörf er á fjölbreyttri þekkingu.
Kennari á námskeiðinu er Málfríður Stefanía Þórðardóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. Málfríður er með víðtæka reynslu úr heilbrigðiskerfinu (sérstaklega af landsbyggðinni) og af kennslu m.a. símenntun sjúkraliða, hjúkrunarnema, sjúkraflutningamanna og foreldra svo eitthvað sé nefnt.
Tími: Fimmtudagur 28. nóvember 2024 kl. 16:30-20:30.
Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði
Verð: 25.500 kr.
Fræðslumiðstöðin minnir væntanlega þátttakendur um að kanna rétt sinn til endurgreiðslu námskeiðsgjalds hjá sínu stéttarfélagi.
Hópur | Dags | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
---|