Smáskipanám skipstjórn og vélstjórn
Kennt veturinn 2025-2026
Skráning er ekki hafin en áhugasamir geta haft samband gegn um tölvupóst frmst@frmst.is
Smáskipanám skipstjórn <15m
Námið er ætlað þeim sem vilja öðlast atvinnuskírteini til að starfa sem skipstjóri á smáskipum allt að 15m lengd í strandsiglingum (með að hámarki 12 farþegum og takmörkun á farsviði).
Til viðbótar þessu námi þarf að ljúka siglingatíma (þjálfun um borð í skipi) og viðurkenndu öryggisfræðslunámi til þess að fá útgefið skírteini.
Námið samanstendur af fjarkennslu og staðlotum og lýkur með verklegum þáttum og prófum.
- Forkröfur: Að umsækjandi búi yfir færni sem þarf til að takast á við alla hluta námsins, hafi lokið grunnskóla og sé á 16. ári hið minnsta. Námið er kennt á íslensku og þurfa þátttakendur að hafa þá færni í málinu.
- Lengd: Námið samsvarar 18 eininga námi í framhaldsskóla (rúmlega hálfri önn). Því má gera ráð fyrir að um 330-430 klst. fari í námið samkvæmt viðmiði fyrir framhaldsskólanemendur.
- Verð: 339.000 kr. (með fyrirvara um breytingar)
- Námsmat: Til að fá prófskírteini að loknu námi þurfa þátttakendur að standast alla þætti námsins, hvort sem það eru bókleg próf eða verkleg þjálfun. Meðaleinkunn skal vera í heilum tölum og þarf að lágmarki að vera 7.
- Tími: Ódagsett haust 2025- vor 2026
Nánar um námið
Náminu er skipt í nokkra námsþætti m.a. siglingafræði, siglingareglur, siglingatæki, hönnun skipa, stöðugleika, siglingahermi, fjarskipti (ROC skírteini), sjórétt, veðurfræði og viðhald vélbúnaðar. Sjá nánar á námskrá.is
Skyldumæting er í verklegar staðlotur. Um er að ræða staðlotur fyrir siglingafræði, siglingahermi, fjarskipti og vél.
Smáskipanám (skipstjórn <15m) kemur í stað þess sem áður var 30brl réttindanám (pungapróf) eða 12m nám.
Atvinnuskírteini er gefið út að loknum siglingatíma og öryggisfræðslu. Þeir sem ljúka smáskipaprófi geta tekið verklegt próf og öðlast þar með einnig skemmtibátaréttindi á 24 metra skemmtibáta.
Nánari upplýsingar hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða: frmst@frmst.is
Smáskipanám vélstjórn
Námið er ætlað þeim sem vilja öðlast atvinnuskírteini til að starfa sem vélstjóri < 750 kW á smáskipum allt að 15m lengd í strandsiglingum (með að hámarki 12 farþegum og takmörkun á farsviði).
Til viðbótar þessu námi þarf að ljúka siglingatíma (þjálfun um borð í skipi) og viðurkenndu öryggisfræðslunámi til þess að fá útgefið skírteini.
Námið samanstendur af fjarnámi og staðlotum og lýkur með verklegum þáttum og prófum.
- Forkröfur: Að umsækjandi búi yfir færni sem þarf til að takast á við alla hluta námsins, hafi lokið grunnskóla og sé á 16. ári hið minnsta. Námið er kennt á íslensku og þurfa þátttakendur að hafa þá færni í málinu.
- Lengd: Námið samsvarar 15 eininga námi í framhaldsskóla (um hálfri önn). Því má gera ráð fyrir að um 270-360 klst. fari í námið samkvæmt viðmiði fyrir framhaldsskólanemendur.
- Verð: kr. 239.000 (með fyrirvara um breytingar)
- Námsmat: Til að fá prófskírteini að loknu námi þurfa þátttakendur að standast alla þætti námsins, hvort sem það eru bókleg próf eða verkleg þjálfun. Meðaleinkunn skal vera í heilum tölum og þarf að lágmarki að vera 7.
- Tími: Ódagsett haust 2025- vor 2026
Nánar um námið
Náminu er skipt í nokkra námsþætti m.a. aðalvél, rafkerfi, önnur kerfi, viðhald og umhirða, bilanaleit og viðgerðir, öryggisbúnaður, vökva- og loftstýringar, hönnun skipa og stöðugleiki, sjóréttur. Sjá nánar á námskrá.is
Smáskipanám (vélstjórn <15m) kemur í stað þess sem áður var 12m vélgæslunám. Atvinnuskírteini er gefið út að loknu öryggisfræðslu smábáta og skyndihjálparnámskeiði.
Nánari upplýsingar hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða: frmst@frmst.is
Smáskipanám skipstjórn 12-15m viðbót
Námið er ætlað þeim sem hafa áður öðlast 12m skipstjórnarskírteini eða lokið viðurkenndu smáskipaskipstjórnarnámi sem í boði var fyrir 1. september 2020 og vilja auka atvinnuréttindi sín til að starfa sem skipstjóri á smáskipum upp í allt að 15m lengd í strandsiglingum (með að hámarki 12 farþegum og takmörkun á farsviði), enda
Til viðbótar þessu námi þarf að ljúka siglingatíma (þjálfun um borð í skipi) og viðurkenndu öryggisfræðslunámi til þess að fá útgefið skírteini.
Námið samanstendur af fjarkennslu og staðlotum. Náminu lýkur með verklegum þáttum og prófum.
- Forkröfur: Að umsækjandi hafi lokið eldra smáskipanámi Lengd: Námið samsvarar 7 eininga námi í framhaldsskóla (um fjórðungur úr önn). Því má gera ráð fyrir að um 130-170 klst fari í námið samkvæmt viðmiði fyrir framhaldsskólanemendur.
- Verð: 200.000 kr. (með fyrirvara um breytingar)
- Námsmat: Til að fá prófskírteini að loknu námi þurfa þátttakendur að standast alla þætti námsins, hvort sem það eru bókleg próf eða verkleg þjálfun. Meðaleinkunn skal vera í heilum tölum og þarf að lágmarki að vera 7.
- Tími: Ódagsett haust 2025- vor 2026
Nánar um námið
Náminu er skipt í nokkra námsþætti m.a. siglingareglur, stöðugleika, siglingahermi, fjarskipti (ROC skírteini) og viðhald vélbúnaðar. Sjá nánar á namsskra.is
Skyldumæting er í verklegar staðlotur. Um er að ræða staðlotur fyrir siglingafræði, siglingahermi, fjarskipti og vél.
Nánari upplýsingar hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða: frmst@frmst.is
Hópur | Dags | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
---|