Skyndihjálp 4 klst- Ísafjörður
28. og 29. janúar
Fjögurra kukkustunda námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra eða rifja upp grunnatriði skyndihjálpar og sálræns stuðnings og öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum. Stutt og gott námskeið fyrir alla.
Markmið er að þátttakendur öðlist grunnfærni í að beita skyndihjálp og sálrænum stuðningi í neyðartilvikum.
Viðfangsefni:
- Kynning, hvað er skyndihjálp?
- Undirstöðuatriði; streita í neyðartilfellum, tilfinningarleg viðbrögð eftir að hafa veitt skyndihjálp, sálrænn stuðningur og að forðast sýkingar.
- Fjögur skref skyndihjálpar; tryggja öryggi á vettvangi, meta ástand slasaðra eða sjúkra, sækja hjálp og veita skyndihjálp.
- Grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuð; að athuga viðbrögð, að opna öndunarveg, að athuga öndun, hjartahnoð og blástursaðferð, sjálfvirkt hjartastuð (AED), endurlífgunarkeðjan, hliðarlega og losun aðskotahlutar úr öndunarvegi.
- Skyndihjálp; stutt umfjöllun um innvortis- og útvortis blæðingar, bruni, höfuðhögg, brjóstverkur (hjartaáfall), bráðaofnæmi og heilablóðfall.
Eftir að hafa setið námskeiðið fá þátttakendur sótt sér viðurkenningu frá Rauða krossinum á Íslandi og velferðarráðuneytinu.
Mælt er með endurmenntun annað hvert ár.
Kennari: Auður Ólafsdóttir.
Lengd: 4 klukkustundir (tvö skipti skipti).
Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða Suðurgötu 4 Ísafirði.
Tími: 28. og 29. janúar kl 8:15-10:15.
Verð: kr. 12.500.-
Hópur | Dags | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
---|