Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Mexíkósk matargerð

24. september 2024

ATH. námskeiðið er fullbókað. Þau sem hafa áhuga geta samt skráð sig og fara á biðlista. 

 

Á námskeiðinu mun Omar kenna einföld atriði í mexíkóskri matargerð. Farið verður í val og meðhöndlun á hráefni, kryddnotkun, meðlæti og matreiðsluaðferðir. Þátttakendur elda sjálfir með þeirra aðstoð og njóta matarins á eftir.

Kennari er José Omar Serralde Monreal. Omar kemur frá Mexíkóborg og hefur haft mikinn áhuga á eldamennsku allt frá unglingsaldri. Hann lærði að elda hefðbundinn mexikóskan mat hjá mömmu sinni, sem aðstoðaði hann við hvert tækifæri. Þegar Omar flutti fyrst til Íslands starfaði hann á mexíkóska veitingastaðnum Santa Maria í Reykjavík þar sem hann töfraði fram ekta mexíkóskt bragð og stemningu í matnum. Omar hefur dálæti af því að elda fyrir vini og kunningja og að njóta skemmtilegra kvöldstunda saman. Omar er búsettur á Ísafirði, hann er giftur Judy Tobin, organista í Ísafjarðarkirkju, en þau bjuggu saman í Mexíkó í 8 ár áður en þau fluttust til Ísafjarðar.

Kennarar: Jose Omar Serralde Monreal og Judy Tobin honum til aðstoðar.
Tími: Þriðjudagur 24. september kl. 17-19
Staður: Grunnskólinn á Ísafirði, heimilisfræðistofa. 
Verð: 15.900 kr. 

ATH.  Fræðslumiðstöðin hvetur væntanlega þátttakendur til að kanna rétt sinn til endurgreiðslu þátttökugjalds hjá sínu stéttarfélagi. 

 

Hópur Dags Tími Staðsetning Verð Skráning