Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Meðferð matvæla - fjarkennt

Haust 2025

Meðferð matvæla er 40 klukkustunda nám ætlað þeim sem starfa við meðhöndlun matvæla svo sem starfsfólki í mötuneytum, veitingahúsum og verslunum. Meðal námsþátta eru gæði og öryggi við meðferð matvæla, matvælavinnsla, þrif og sótthreinsun, merkingar á umbúðum matvæla, geymsluþol, ofnæmi og óþol, hollusta máltíða og fæðuflokkarnir.

Námið er niðurgreitt af Fræðslusjóði og kennt samkvæmt námskrá vottaðari af Menntamálastofnun (Meðferð matvæla).

Meta má námið á móti allt að 5 einingum í framhaldsskóla, ath það er þó alltaf mat viðkomandi skóla. 

Stefnt er að því að hefja námið í október og ljúka í nóvember, nánari upplýsingar um dagsetningu og tíma liggja fyrir fljótlega. 

Kennari: Salome Elín Ingólfsdóttir, næringarfræðingur.
Tími: Hefst í október 2025, dagsetning auglýst síðar.
Kennt: þriðjudaga og fimmtudaga kl 16:30-19:00.
Lengd: 40 klukkustundir.
Staður: Fjarkennt. 
Verð: 19.000 kr.
Námsmat: 80% mæting, virk þátttaka og verkefnaskil.

Lágmarksfjöldi 10 þátttakendur.

Þau sem eru í Verk Vest eða Verkalýðs og sjómannafélaga Bolungarvíkur og starfa hjá ríki eða sveitarfélögum geta einnig sótt námskeiðið sér að kostnaðarlausu. Fræðslumiðstöðin hvetur aðra þátttakendur til að kanna með endurgreiðslu námskeiðsgjalds hjá sínu félagi. 

Hópur Dags Tími Staðsetning Verð Skráning