Listin að vera leiðinlegt foreldri - fjarkennt
12. mars 2025
Námskeið fyrir foreldra og aðstandendur barna og unglinga sem vilja efla færni sína í að setja mörk og styðja börnin sín í uppbyggilegu uppeldi.
Foreldrar standa oft frammi fyrir því að þurfa að setja mörk, segja „nei“ eða „ekki“ og vera „leiðinlega foreldrið“ sem ekki leyfir allt sem „allir aðrir“ gera. Þetta er ekki alltaf auðvelt og ekki það sem við sáum fyrir okkur þegar við ákváðum að eignast börn. En að setja skýr mörk er ein mikilvægasta leiðin til að styðja við þroska barna.
Á þessu námskeiði verður fjallað um hvernig foreldrar setja mörk og hvers vegna. Fjallað er um mörk og aga byggðan á kærleika, hvernig börn þroskast og leita stöðugt að vísbendingum úr umhverfinu um hvað má og hvað má ekki og innri upplifun foreldra í uppeldishlutverkinu.
Ávinningur þátttakenda:
- Að styðja börn í að þróa sjálfsaga, ábyrgð, félagshæfni og þolinmæði.
- Að kenna börnum um orsök og afleiðingu gjörða sinna.
- Að greina muninn á aga og refsingu.
- Að vera bæði staðföst/ur og kærleiksrík/ur í samskiptum.
- Að stjórna eigin tilfinningum í krefjandi uppeldisaðstæðum.
Kennari á námskeiðinu er Ársæll Arnarson, prófessor við Menntavísindasvið HÍ, áður prófessor í sálfræði við HA. Hann hefur um árabil rannsakað heilsu og vellíðan barna og unglinga á alþjóðavísu. Auk þess starfaði hann í sumarbúðum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í áratug, á BUGL og sá um félagsstarf fyrir fatlaða unglinga í Hinu Húsinu. Hann hefur skrifað fjölda vísindagreina og haldið fyrirlestra hér á landi og erlendis um þetta málefni.
Tími: Kennt miðvikudaginn 12. mars kl. 19-22.
Staður: Fjarkennt.
Verð: 18.500 kr.
Félagsfólk Kjalar stéttarfélags, Sameykis og Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur fær námskeiðið endurgjaldslaust. Fræðslumiðstöðin hvetur aðra þátttakendur að kanna möguleikana á styrkjum hjá sínu stéttarfélagi og fræðslusjóði.
Hópur | Dags | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
---|