Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Karlar og kúnst með Gunnari Jónssyni

22. janúar 2025

Ert þú  forvitinn um myndlist? Gunnar Jónsson, myndlistarmaður frá Ísafirði, býður körlum á öllum aldri að taka fyrstu skrefin í myndlist með sérstakri áherslu á vatnslitamálun.

Vatnslitamálun er einn af lykilþáttum myndlistar, þar sem hún býður upp á óendanlega möguleika til að tjá stemningu, tilfinningar og flæði. Með sérstakri stjórn á vatni, litum og áferð er hægt að þróa verk sem  fanga náttúruna, andrúmsloftið og hið ósagða á einstakan hátt.

Á þessu 6 vikna námskeiði, sem hefst á vorönn, fá þátttakendur einstakt tækifæri til að læra grunnatriði vatnslitatækni í afslöppuðu umhverfi þar sem þáttakendur fá grunnleiðsögn um liti, skugga, form og tjáningu með vatnslitum.

Hvort sem þú hefur enga reynslu eða hefur aðeins dundað við myndlist áður, þá er þetta námskeið fyrir þig!

Aðeins um Gunnar:

Gunnar Jónsson er fæddur árið 1988 í Reykjavík en ólst upp á Ísafirði og býr þar og starfar í dag. Hann lauk BA-prófi í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2012 og hefur síðan þá verið ötull í starfi sem myndlistarmaður auk þess sem hann hefur fengist við kennslu í myndlist.  Í verkum sínum rannsakar Gunnar eigin uppruna, sjálfsmynd og umhverfi, og vinnur meðal annars með vídeó, ljósmyndir og tónlist auk þess sem vatnslitun hefur alltaf verið ákveðinn hornsteinn í skyssyferli verka hans.

Tími: Kennt miðvikudaga kl. 20-22. (6 skipti). Hefst 22. janúar og lýkur 26. febrúar 2025. 
Lengd: 12 klukkustundir.
Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði.
Verð: 33.000 kr.


Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum!

Hópur Dags Tími Staðsetning Verð Skráning