Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Jóga & "body flow"

15. febrúar 2025

Komdu og endurnærðu líkama og sál í þessu skapandi og upplífgandi námskeiði!

Á námskeiðinu gefst tækifæri til að koma líkamanum í gott flæði og losa um uppsafnaða spennu með því að sameina dans,  líkamsvitund og jóga. Markmiðið er að búa til hvetjandi og endurnærandi umhverfi fyrir líkama og huga.

Námskeiðið er 4 klukkustundir og skiptist í tvo hluta, hvor um sig 2 klukkustundir: jóga og líkamsflæði.
Kennslan fer fram á ensku.

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Alejandra De Avila og Klara Kalkusova.  Alejandra hefur bakgrunn í tónlist og leikhúsi og hún er menntaður kennari í tónlistar- og hreyfifræðslu. Hún hefur starfað sem kennari við Listaháskóla Íslands, unnið með og sett upp sýningar bæði með atvinnumönnum og áhugafólki og verið með námskeið og fræðslu víða um heim. Síðustu  ár hefur hún starfað sem kennari við Tónlistarskóla Vesturbyggðar. Klara er jógakennari hjá Yoga Shala, meðeigandi og kennari í Reykjavík Yoga, þar sem hún er reglulega með námskeið, vinnustofur og jógakennaranám. Hún hefur kennt jóga erlendis, meðal annars á Indlandi og í Nepal.

Tími: Laugardagur 15. og sunnudagur 16. febrúar kl. 16-18.
Staður: Íþróttamiðstöðin Brattahlíð, Patreksfirði.
Verð: 20.000 kr.

Fræðslumiðstöðin hvetur þátttakendur til að kanna rétt til endurgreiðslu þátttökugjalds hjá sínu stéttarfélagi eða starfsmenntasjóði. 

Hópur Dags Tími Staðsetning Verð Skráning