Íslenska 2 - Súðavík
14. janúar 2025
Kennt með hliðsjón af námskrá frá menntamálaráðuneytinu. Ætlað þeim sem hafa lokið íslenskunámi á stigi 1 og/eða hafa nokkra undirstöðu í íslensku.
Unnið með þætti sem tengjast daglegu lífi og störfum með það að markmiði að auka orðaforða. Lögð er áhersla á að nemendur geti gert sig skiljanlega og tekið þátt í einföldum samræðum um dagleg málefni. Allir þættir tungumálsins eru þjálfaðir eins og skilningur, hlustun, tal, lestur og ritun auk þess sem byggt er ofan á grunn málfræðinnar. Námskeiðið er aðlagað nemendahópnum og því geta áherslur verið mismunandi milli hópa.
Forkröfur: Hafa lokið Íslensku stig 1 eða búa yfir grunnkunnáttu í íslensku.
Kennari: Barbara Gunnlaugsson og Sædís María Jónatansdóttir
Tími: Kennt þriðjudaga og fimmtudaga kl.17:00-19:00. Hefst 14. janúar og lýkur 25. mars.
Lengd: 40 klukkustundir (20 skipti).
Staður: Súðavík.
Verð: 57.000. kr.
Almennt gildir að til þess að ljúka námskeiði hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða með viðurkenningu þarf að lágmarki 75% mætingu.
Hópur | Dags | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
---|