Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Íslenska - talnámskeið

29. október 2024

Námskeið með áherslu á talþjálfun ætlað fólki sem hefur nokkurn grunn í íslensku, t.d. lokið íslensku 2 eða er með sambærilega kunnáttu. 

Á námskeiðinu er lögð áhersla á að þjálfa færni í frásögn og samræðum í mismunandi aðstæðum þar sem unnið er með orðaforða, framburð, setningafræði og málfræði. Tekið er fyrir ákveðið þema eða málefni í hvert skipti og orðaforði því tengdur æfður.

Tími: Kennt þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17:30-19:30. Hefst 29. október.
Lengd:
 20 klukkustundir.
Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafjörður.
Verð: 28.500 kr.

Kjölur stéttarfélag greiðir að þátttökugjald fyrir sitt félagsfólk á íslenskunámskeið. Þau sem eru í Verk Vest eða Verkalýðs og sjómannafélaga Bolungarvíkur og starfa hjá ríki eða sveitarfélögum geta sótt námskeiðið sér að kostnaðarlausu. Fræðslumiðstöðin hvetur aðra þátttakendur til að kanna með endurgreiðslu námskeiðsgjalds hjá sínu félagi. 

Almennt gildir að til þess að ljúka námskeiði hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða með viðurkenningu þarf að lágmarki 75% mætingu.

Hópur Dags Tími Staðsetning Verð Skráning