Almenn starfshæfni - námskeið og raunfærnimat
18. nóvember 2024
Fræðslumiðstöð Vestfjarða býður upp á námskeið og raunfærnimat í almennri starfshæfni. Hér er átt við þá hæfni (leikni, viðhorf og breytni) sem einstaklingur þarf að búa yfir eða tileinka sér til þess að taka á virkan hátt þátt í samfélaginu, vera á vinnumarkaði, þróast í starfi og geta tekið á sig meira krefjandi störf.
Ávinningur: Hjálpar við undirbúning fyrir velgengni á vinnumarkaði með því að draga fram styrkleika; fá tækifæri til að styrkja þá þætti sem upp á vantar; bera styrkleika saman við kröfur í ákveðnum störfum.
Raunfærnimatið hentar vel fólki sem er á krossgötum eða er að velta fyrir sér nýju starfi. Hentar einnig fólki í starfsendurhæfingu sem t.d. hefur orðið fyrir kulnun, því þátttakendur læra inn á eigin styrkleika og veikleika og fá nýja sýn á sjálfa sig.
Kennslustaður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafjörður.
Tími: virka daga 18.-22. nóvember kl. 13-16.
Kennari: Helga Konráðsdóttir
Verð: Frítt.
Nánari upplýsingar veitir Helga Konráðsdóttir náms- og starfsráðgjafi í síma 456 5025.
Hópur | Dags | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
---|