Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Að lesa og skrifa á íslensku

20. október 2024

Námið er ætlað fólki af taílenskum uppruna sem vill fá aukna þjálfun í að lesa og skrifa á íslensku og öðlast meira öryggi í framburði íslenskra hljóða. Í náminu er lögð áhersla á að nemendur þjálfi lestrar- og skriftartækni, þekki og þjálfi íslensk málhljóð og framburð og æfi tal og skilning. 

Námið er 80 klukkustunda langt, fyrri hluti (40 stundir) var kenndur á vorönn og seinni hluti nú á haustönn (40 stundir). Nýir þátttakendur sem ekki voru í vor eru velkomnir!

Kennnt eftir námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins

Kennari: Sigurborg Þorkelsdóttir
Tími: Kennt á sunnudögum kl. 10-14. Hefst 20. október.  
Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði.
Verð: 17.500 kr.
Námsmat: Til að ljúka námi með fullnægjandi hætti þarf að minnsta kosti 80% tímasókn og virka þátttöku.

Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum!

Hópur Dags Tími Staðsetning Verð Skráning