Vorönninni lýkur með tónlistarnámskeiðum
Vorönn 2010 er nú að verða lokið hjá Fræðslumiðstöðinni. Aðeins tvö námskeið er enn í gangi, en það eru tónlistarnámskeið, sem haldin er í samvinnu við Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Vestfjörðum og Fjölmennt - fullorðinsfræðslu fatlaðra. Kennt er einu sinni á viku á hvoru námskeiðinu, á mánudögum og miðvikudögum. Kennt verður í næstu viku, en 1. júlí lokar Fræðslumiðstöðin vegna sumarleyfa.
Guðrún Jónsdóttir söngkona er kennari á námskeiðunum. Hún hefur gítarinn með sér og leikur undir hann í söngnum. Þar er hún reyndar dyggilega studd af Hjalta Þórarinssyni, sem leikur einnig undir sönginn á gítar.
Sönggleðin ræður því nú ríkjum hjá Fræðslumiðstöðinni og útilegulögin hljóma.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á tónlistarnámskeiðunum.
Deila
Guðrún Jónsdóttir söngkona er kennari á námskeiðunum. Hún hefur gítarinn með sér og leikur undir hann í söngnum. Þar er hún reyndar dyggilega studd af Hjalta Þórarinssyni, sem leikur einnig undir sönginn á gítar.
Sönggleðin ræður því nú ríkjum hjá Fræðslumiðstöðinni og útilegulögin hljóma.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á tónlistarnámskeiðunum.