Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Vika símenntunar 2007

Vika símenntunar hefur verið haldin árlega undanfarin ár. Að þessi sinni verður það vikan 24.-30. september sem tileinkuð verður símenntun. Menntamálaráðuneytið stendur fyrir vikunni en Starfsmenntaráð styrkir ennfremur verkefnið. Um framkvæmd vikunnar á ráðuneytið í nánu samstarfi við símenntunarstöðvarnar níu á landsbyggðinni og Mími-símenntun á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnið er til að vekja athygli á mikilvægi símenntunar og hvetja fólk til að leita sér þekkingar.

Markmið vikunnar er að auka símenntun í atvinnulífinu og hvetja fólk til að leita sér þekkingar alla ævi. Í viku símenntunar 2007 er lögð áhersla á að ná til þeirra sem hafa litla formlega menntun og hvatt til þess að huga sérstaklega að læsi og lestrarörðugleikum.

Á Vestfjörðum sér Fræðslumiðstöð Vestfjarða um framkvæmd vikunnar, í samvinnu við stéttarfélög og Vinnumálastofnun.

Af tilefni vikunnar munu þeir sem að framkvæmd koma heimsækja fyrirtæki og stofnanir á Vestfjörðum og kynna starfsemi sína.

Kynnt verða m.a.
? Námskeið vetrarins.
? Náms- og starfsráðgjöf.
? Lesblindupróf og úrræði við leserfiðleika.
? Styrkir og starfsmenntasjóðir.

Á kvöldin verða í boði stutt námskeið í upplestri og framsögn þátttakendum að kostnaðarlausu. Námskeiðin verða haldin í grunnskólunum kl. 20- 22. Þau verða bæði á íslensku og pólsku.
Leiðbeinendur verða þær Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir leikkona og Mariola Kawalczyk söngkona.

Dagskrá vikunnar er sem hér segir:
? Mánudagur 24. september.
Heimsóttir vinnustaðir á Bíldudal og Tálknafirði.
Námskeið í Bíldudalsskóla (íslenska).
Námskeið í Grunnskóla Tálknafjarðar (pólska).
? Þriðjudagur 25. september.
Heimsóttir vinnustaðir á Patreksfirði.
Námskeið í Patreksskóla (íslenska og pólska).
? Miðvikudagur 26. september.
Heimsóttir vinnustaðir á Reykhólum.
Námskeið í Reykhólaskóla (íslenska)
? Fimmtudagur 27. september.
Heimsóttir vinnustaðir á Hólmavík og Drangsnesi.
Námskeið í Grunnskólanum á Hólmavík (íslenska).
Deila