Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Viðbótarnám í vélgæslu

Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Menntaskólinn á Ísafirði eru að fara af stað með viðbótarnám í vélgæslu. Á vorönn 2017 verða kenndir áfangarnir kælitækni ( KÆL 122) og vélstjórn (VST 204) og á haustönn 2017 áfanginn rafmagnsfræði (RAF 103). Kennslan fer fram á staðarlotum á Ísafirði; þremur á vorönn og tveimur á haustönn. Á milli lota vinna nemendur verkefni.

Inntökuskilyrði eru að umsækjandi sé orðinn 23 ára og hafi lokið vélgæslunámskeiði. Með viðbótarnáminu öðlast viðkomandi rétt til að vera vélavörður á skipi með 750 kW vél og minni (skírteini: Vélavörður (VV)) og yfirvélstjóri á skipi með 750 kW vél og minni og 24 metrar og styttri að skráningarlengd að loknum 4ra mánaða siglingatíma sem vélavörður (skírteini: Vélavörður (VVY)).

Staður: Staðlotur á Ísafirði.

Lengd: 135 kennslustundir (90 kest. á vorönn og 45 kest. á haustönn 2017) .

Verð: 140.000 kr. Kennslubækur ekki innifaldar. Hægt er að skipta greiðslu niður á annir.

Námsmat: Nemendur þurfa að ná lágmarkseinkunn 5 til þess að ljúka hverjum áfanga. Einkunn tekur mið af verkefnaskilum, ástundun og skriflegu prófi.

Skráning og nánari upplýsingar eru hér.

Deila