Vetrarstarfið undirbúið
Starfsfólk Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða er nú komið til vinnu eftir sumarleyfi. Það vinnur nú hörðum höndum að námsvísi fyrir næsta skólaár.
Vetrarstarfið hjá Fræðslumiðstöðinni byrjar 2. september en þá hefst nám í almennum bóklegum greinum. Er þetta ein af vottuðum námsleiðum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og er metin til jafns við fyrstu áfanga í bóklegum greinum framhaldsskóla.
Auk almennu greinanna mun Fræðslumiðstöðin nú á haustönn bjóða námsleiðirnar grunnnám fyrir skólaliða og fagnámskeið fyrir heilbrigðisstéttir.
Áður en sjálft vetrarstarfið hefst ætlar starfsfólk Fræðslumiðstöðvarinnar reyndar að þjófstarta, því það mun dagana 17. og 18. ágúst sitja námskeið um fullorðinsfræðslu.
Auk hefðbundinna námskeiðtilboða stefnir Fræðslumiðstöðin að því að hefja kennslu í svæðisleiðsögn um Vestfirði nú í vetur.
Nú um þetta leyti fagnar Fræðslumiðstöð Vestfjarða 10 ára afmæli sínu, en stofnfundur hennar var 28. ágúst 1999. Í tilefni tímamótanna mun starfsfólks miðstöðvarinnar efna til sérstaks fagnaðar þegar nýr námsvísir lítur dagsins ljós seinnipartinn í september.
Deila
Vetrarstarfið hjá Fræðslumiðstöðinni byrjar 2. september en þá hefst nám í almennum bóklegum greinum. Er þetta ein af vottuðum námsleiðum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og er metin til jafns við fyrstu áfanga í bóklegum greinum framhaldsskóla.
Auk almennu greinanna mun Fræðslumiðstöðin nú á haustönn bjóða námsleiðirnar grunnnám fyrir skólaliða og fagnámskeið fyrir heilbrigðisstéttir.
Áður en sjálft vetrarstarfið hefst ætlar starfsfólk Fræðslumiðstöðvarinnar reyndar að þjófstarta, því það mun dagana 17. og 18. ágúst sitja námskeið um fullorðinsfræðslu.
Auk hefðbundinna námskeiðtilboða stefnir Fræðslumiðstöðin að því að hefja kennslu í svæðisleiðsögn um Vestfirði nú í vetur.
Nú um þetta leyti fagnar Fræðslumiðstöð Vestfjarða 10 ára afmæli sínu, en stofnfundur hennar var 28. ágúst 1999. Í tilefni tímamótanna mun starfsfólks miðstöðvarinnar efna til sérstaks fagnaðar þegar nýr námsvísir lítur dagsins ljós seinnipartinn í september.