Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Vel heppnuð heimkomuhátíð

Sólveig Bessa Magnúsdóttir og Þuríður Sigurðardóttir.
Sólveig Bessa Magnúsdóttir og Þuríður Sigurðardóttir.

Fræðslumiðstöð Vestfjarða tók þátt í heimkomuhátíð 4. apríl 2015 sem haldin var í húsnæði Háskólasetur Vestfjarða í Vestrahúsinu á Ísafirði. Að hátíðinni komu sveitafélög á svæðinu, fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar í nýsköpun og rekstri. Tilgangur hátíðarinnar var að kynna svæðið og möguleika þess fyrir fólk sem hefði hug á að setjast að. 

Forseti Íslands setti hátíðina  kl 15:00 og í framhaldi af því gat fólk farið milli bása og kynnt sér starfsemi og grósku svæðisins, auk þess voru örfyrirlestrar í hliðarsölum. Fræðslumiðstöð Vestfjarða var með bás þar sem rúllaði myndband með svipmyndum og upplýsingum um starfið auk þess sem fólk gat fengið bæklinga um það fjölbreytta úrval náms sem miðstöðin býður upp á og fræðstu um starfsemina hjá starfsfólki miðstöðvarinnar.

Hátíðin var mjög vel sótt og einstaklega vel heppnuð. Höfðu margir á orði að viðburður sem þessi þyrfti að vera árviss, hann væri bæði uppbyggjandi fyrir heimafólk og góður boðskapur til þeirra sem væru í „heimkomuhugleiðingum“.

Deila