Vel heppnað skyndihjálparnámskeið
Námskeiðið skyndihjálp fjarri byggð var haldið í síðustu viku og heppnaðist mjög vel.
Hermann Níelsson kenndi almenna skyndihjálp með áherslu á rétt viðbrögð þegar langt er í að aðstoð berist. Einnig var farið í heimsókn í Guðmundarbúð og skoðaður sá búnaður sem Björgunarfélag Ísafjarðar hefur yfir að ráða.
Námskeiðið var haldið í samstarfi við Rauða kross Íslands, Ísafjarðardeild, eins og önnur skyndihjálparnámskeið sem Fræðslumiðstöðin stendur fyrir.
Deila
Hermann Níelsson kenndi almenna skyndihjálp með áherslu á rétt viðbrögð þegar langt er í að aðstoð berist. Einnig var farið í heimsókn í Guðmundarbúð og skoðaður sá búnaður sem Björgunarfélag Ísafjarðar hefur yfir að ráða.
Námskeiðið var haldið í samstarfi við Rauða kross Íslands, Ísafjarðardeild, eins og önnur skyndihjálparnámskeið sem Fræðslumiðstöðin stendur fyrir.