Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Vel heppnað námskeið í ullarþæfingu

Í síðustu viku kynntust 8 konur á Ísafirði svokallaðri núnóþæfingu, en það er áströlsk aðferð við þæfingu þar sem silki, grisju og öðrum efnum er blandað saman við ull svo úr verður þunnur og léttur, en jafnframt sterkur og fallegur flóki.

Óhætt er að segja að afköstin á námskeiðinu hafi verið ágæt. Gerð voru sjöl, vesti, skokkar, jakkar og pils og fór hver heim með 2-3 flíkur.

Kennarar á námskeiðinu voru Sigríður Magnúsdóttir og Þorbjörg Sigþórsdóttir. Í athugun er að vera með annað ullarþæfingarnámskeið í desember þar sem þæfðir verða jóladúkar.

image


image
Deila