Vatnsfjörður í stað mannabeina - breytt dagskrá á fyrirlestri um fornleifafræði
Í vetur ætlar Fræðslumiðstöðin í samstarfi við Fornleifastofnun Íslands, Vestfirði á miðöldum, Minjavörð Vestfjarða og hugsanlega fleiri aðila, að gangast fyrir röð fyrirlestra um menningararfinn og verða þeir sendir út í gegnum fjarfundabúnað.
Fyrsti fyrirlesturinn verður haldinn fimmtudaginn 21. október n.k. kl. 17:00 í húsakynnum Fræðslumiðstöðvarinnar að Suðurgötu 12, Ísafirði.
Upphaflega ætlaði Hildur Gestsdóttir fornleifafræðingur að ríða á vaðið og fjalla um mannabein og mannamein, en af óviðráðanlegum orsökum hefur þarf að fresta fyrirlestri hennar. Þess í stað mun Guðrún Alda Gísladóttir fornleifafræðingur fjalla um Vatnsfjörð í Ísafjarðardjúpi. Gert er ráð fyrir að fyrirlesturinn taki um 45-60 mínútur og kostar 1.000 kr.
Deila
Fyrsti fyrirlesturinn verður haldinn fimmtudaginn 21. október n.k. kl. 17:00 í húsakynnum Fræðslumiðstöðvarinnar að Suðurgötu 12, Ísafirði.
Upphaflega ætlaði Hildur Gestsdóttir fornleifafræðingur að ríða á vaðið og fjalla um mannabein og mannamein, en af óviðráðanlegum orsökum hefur þarf að fresta fyrirlestri hennar. Þess í stað mun Guðrún Alda Gísladóttir fornleifafræðingur fjalla um Vatnsfjörð í Ísafjarðardjúpi. Gert er ráð fyrir að fyrirlesturinn taki um 45-60 mínútur og kostar 1.000 kr.