Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Útskrift úr Grunnmenntaskólanum

Hluti nemenda sem tóku þátt í Grunnmenntaskólanum 2019-2020 ásamt kennurum.
Hluti nemenda sem tóku þátt í Grunnmenntaskólanum 2019-2020 ásamt kennurum.

Miðvikudaginn 3. júní var útskrift úr Grunnmenntaskólanum hjá Fræðslumiðstöðinni eftir langan og strangan vetur þar sem veður og ófærð setti oft strik í reikninginn og gerði nemendum erfitt fyrir að mæta. Við það bættist svo röskunina sem varð vegna COVID ástandsins. Fræðslumiðstöðin er mjög stolt af hópnum sem gafst ekki upp þrátt fyrir þennan óvenjulega vetur og óskar nemendunum til hamingju með árangurinn.

Grunnmenntaskólinn er 300 kennslustunda nám samkvæmt námskrá frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og ætlað fólki sem ekki hefur lokið framhaldsskóla. Námið hófst í nóvember og var kennt í Menntaskólanum á Ísafirði allt þar til samkomubann tók gildi í mars og fjarkennsla tók við. Síðustu vikurnar í maí gátu nemendur farið að mæta aftur. Kennd var enska, íslenska, stæðfræði og upplýsingatækni auk þess sem  Helga Konráðsdóttir náms- og starfsráðgjafi fór með nemendum yfir námstækni og veitti þeim ráðgjöf og stuðning. Aðrir kennarar voru Emil Emilsson, Björgvin Bjarnason, Rúnar Helgi Haraldsson og Rana Campbell sem öll héldu vel utan um hópinn og kann miðstöðin þeim góðar þakkir fyrir.

Deila