Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Útskrift nemenda úr Skrifstofuskólanum

Þann 15. desember útskrifuðust 10 nemendur úr Skrifstofuskólanum, námsleið frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Tilgangur námsins er að efla þekkingu og auka hæfni til að sinna almennum skrifstofustörfum. Námið er 320 klukkustunda langt og náði yfir tvær annir.

Skrifstofuskólinn var fjarkenndur í Teams og voru nemendur frá öllum Vestfjörðum. Náminu lauk með kynningum á lokaverkefnum þar sem nemendur samþættu þá færni og þekkingu sem þeir höfðu aflað sér í genum námið s.s. í  word, excel, verslunarreikningi, bókhaldi og dk tölvubókhaldi. Verkefnin lutu að stofnun og rekstri fyrirtækja og fjölluðu um þvottahús, trésmíðaverkstæði, verslun og skreytingarþjónustu. Auk þeirra 10 sem kláruðu allt námi sátu fleiri námsleiðina að hluta og luku ákveðnum námsþáttum.

Fræðslumiðstöð Vestfjarða óskar þessum efnilega hóp til hamingju með útskriftina og velfarnaðar í frekara námi og störfum.

Á myndinni má sjá þá nemendur skrifstofuskólans sem luku námi og kynntu verkefni sín ásamt aðalkennara námsleiðarinnar Pálma Guðmundssyni. Umsjónarmaður námsleiðarinnar var Sólveig Bessa Magnúsdóttir.

Deila